Bókasafnsferð Huldudals og Tröllabjargar

Börn af Huldudal og Tröllabjörgum sem fædd eru 2014 fóru í strætóferð á bókasafnið í Spönginni nú í vikunni.  Ferðin var í tengslum við læsismiðjuna, sem þau eru í núna.  Á bókasafninu fengu þau að heyra upplestur úr bókum, þau fengu að skoða bækur og höfðu ávaxtastund.  Ferðin gekk mjög vel og allir voru kátir og glaðir.

Prenta | Netfang

Rithöfundar heimsækja leikskólahluta

Á föstudaginn síðasta fengu börn á Álfa- Vætta- og Tröllabjörgum skemmtilega heimsókn frá rithöfundunum Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Ragnheiði Gestsdóttur.  Þær lásu uppúr bókum sínum fyrir börnin og útskýrðu fyrir þeim hvernig þær skrifa og myndskreyta bækur sínar.

Börnin voru öll mjög dugleg, áhugasöm og hlustuðu með mikilli athygli á þessa skemmtilegu gesti.  Heimsóknin var frábært innlegg í "Læsis smiðjuna" sem hefst á leikskólahlutanum í þessari viku.

Prenta | Netfang

Vindasamur dagur í dag

Börn á leikskólahlutaaldri nýttu vindinn vel í útiveru í dag og léku sér með plastpoka se búið var að hnýta spotta í.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...