Grunnskólamótið í knattspyrnu 2018

Í síðustu viku fór grunnskólamótið í knattspyrnu fram.  7. bekkur mætti til leiks á mánudeginum og 10. bekkur (ásamt nokkrum yngri nemendum) á fimmtudaginn.  Drengjalið 7. bekkjar gerði sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki með markatöluna 15-1 og voru þar með búnir að tryggja sér sæti í úrslitum.  Stúlknalið 7. bekkjar byrjuðu á góðu jafntefli við sterkt lið Árbæjarskóla, en náðu ekki að fylgja því eftir og duttu úr leik.  Það gekk ekki eins vel hjá liði 10. bekkjar, en niðurstaðan; 3 töp í hörkuleikjum.

Drengirnir í 7. bekk mættu til úrslita á föstudeginum.  Eftir mikla dramatík, þar sem úrslitin réðust á síðustu spyrnu úrslitaleiksins, varð hlutskipti þeirra silfurverðlaun.  Mögnuð frammistaða þar sem sterk liðsheild, jákvæðni og samheldni var lykillinn að árangri.

Öll liðin voru Dalskóla til mikils sóma, bæði untan vallar sem innan.

Prenta | Netfang

Skólastjórahrós

Kristófer2Í dag kom Kristófer Atli Magnússon á skrifstofu skólastjóra.  Hann hefur frá skólabyrjun verið að vinna að afar vandaðri teikniseríu, sem hann lagði mikinn metnað og vandvirkni í.  Við hlökkum tl að sjá þessa hæfileika dafna áfram.

Prenta | Netfang

Útieldhús

Nokkrir foreldrar barna á leikskólahlutanum tóku sig saman og smíðuðu þetta fína útieldhús fyrir börnin á leikskólahlutanum.  Við í Dalskóla viljum þakka foreldrunum kærlega fyrir þetta frábæra framtak.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...