Skapandi starf í Dalskóla

Grunnskólabörnin unnu skemmtilegt verkefni í smiðjunum í dag. Þar hlustuðu þau á þrjár þjóðsögur sem tengdust þemanu okkar, steinum, á ýmsa vegu. Að því loknu völdu þau sér eina sögu sem þau vildu vinna með og úr urðu þrír hópar. Hópur sem var undir stjórn Elfu Lilju, Eddu og Berglindar gerðu Stopmotion mynd um uppruna Hekluelda. Þegar hún verður fullklárðuð mun hún verða birt hér á heimasíðu skólans. Gunnar sá um einn hóp en hann gerði leikverk upp úr sinni sögu sem fjallaði um kellinguna sem vildi fá eitthvað fyrir snúð sinn. Hópurinn hennar Sirrýjar gerði skuggaleikhús upp úr sögunni stúlkan í Tindastól. Þau fengu góða aðstoð frá Bendt húsverði skólans. Nemendur sýndu svo starfsfólki skólans afraksturinn sem var glæsilegur.

Á morgun föstudag verður hattadagur í frístundinni en eins og áður munu börnin sem dvelja í frístund Dalskóla gera sér dagamun á föstudögum. Yfirlit yfir „öðruvísi föstudaga“ má sjá undir flipanum nemendur-frístund.

Prenta | Netfang