Skartgripagerð og vettvangsferðir

Nú er myndasíðan okkar loksins að komast í lag. Þar er hægt að sjá myndir frá fyrstu dögum starfsmanna og frá skólasetningu sem fram fór 23. ágúst síðastliðinn. Á næstu dögum munum við bæta við fjöldanum öllum af myndum sem við höfum tekið á fyrstu vikum skólans.

Nemendur grunnskólans unnu skemmtileg verkefni í smiðjunum í dag. Þau bjuggu til hálsmen úr steinum, máluðu og þæfðu steina. Listaverkin verða til sýnis á vígslu skólans.

Leikskólabörnin byrjuðu að vinna með form í stærðfræði í dag. Þessi vika hefur einnig farið mikið í að ríma. Á þriðjudaginn fóru leikskólabörnin í gönguferð um hverfið og skoðuðu heimili nokkurra barna sem eru í skólanum.

Prenta | Netfang