Álfabjörg færir Fríkirkjunni í Reykjavík listaverk

Nokkur börn af Álfabjörgum, sem hafa í vetur verið í kirkjuhóp, tóku strætó niðrí miðbæ Reykjavíkur í gær og færðu Fríkirkjunni í Reykjavík gjöf.  Gjöfin var stórt veggverk, sem börnin höfðu útbúið af Fríkirkjunni á meðan á verkefninu "Reykjavík borgin okkar" stóð í vetur.

Verkefnið var samstarfsverkefni þriggja leikskóla í borginni; Dalskóla, Sæborgar og Klambra og var sýnt á Barnamenningarhátíð.  Séra Hjörtur Magni Jóhannsson tók við verkinu og þakkaði börnunum kærlega fyrir gjöfina.

Prenta | Netfang