Sumarlokun í Dalskóla

sun-wearing-sunglasses

Dalskóli er lokaður frá 10. júlí og opnar aftur að loknu sumarleyfi þriðjudaginn 8. ágúst.  Þá mæta börn á leikskólaaldri í skólann auk þess sem sumarfrístund Úlfabyggðar hefst á ný.

Fyrsti skóladagur barna á grunnskólaaldri verður 22. ágúst.  Nánari upplýsingar um upphaf skólaársins verða sendar til foreldra í ágúst.

Starfsfólk Dalskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á skólaárinu 2016-2017.

Prenta | Netfang