Rafræn skráning í mataráskrift hjá grunnskólunum

 

Á þessu skólaári verður tekið við skráningum í mataráskrift í grunnskólum Reykjavíkur í gegnum Rafræna Reykjavík.

Skráning hefst mánudaginn 23. ágúst nk. og hafa foreldrar fengið bréf þar að lútandi. 

Mánaðarlegt gjald fyrir hádegismat í skólamötuneytum borgarinnar er 5000 kr. og verður innheimt níu sinnum á skólaári, frá september til maíloka, í jöfnum greiðslum.Foreldrar geta valið að greiða með greiðsluseðli eða kreditkorti.

Vakin er athygli á því að innheimt er eftir á, t.d. er reikningur vegna áskriftar í september gefin út 20. þess mánaðar með gjalddaga þann 1. októberog eindaga 1. nóvember.

Ef mataráskrift er hætt þarf að segja henni upp í Rafrænni Reykjavík og tekur hún þá gildi frá og með næstu mánaðamótum.

Matseðlar eru gefnir út í hverjum skóla og vistaðir á heimasíðu hans.

Þjónustuver Reykjavíkurborgar veitir alla frekari aðstoð við notkun Rafrænnar Reykjavíkur í síma 411 1111.

 

Prenta | Netfang