Skip to content

Stóra upplestarkeppnin

Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Dalskóla þann 4. mars sl.

Nemendur í 7. bekk hafa undanfarnar vikur og mánuði æft sig í upplestri og framburði með mjög góðum árangri.  Þessi hluti keppninar kallast ræktunarhluti og hófst á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember.  Allir nemendur fengu rós og viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.  Í lok ræktunarhluta keppninar eru valdir tveir þátttakendur, sem munu keppa fyrir hönd skólans á Stóru upplestrarkeppninni, sem haldin verður þriðjudaginn 2. apríl.  Auk þess eru valdir tveir varamenn.

Allir nemendur stóðu sig með eindæmum vel og það var ekki auðvelt val dómara að velja fulltrúa úr þessum flotta hópi.  Eftir fundarhöld dómnefndar voru úrslitin kynnt:  Hlynur Örn Andrason og Snorri Steinn Bjarnason voru valdir til að lesa fyrir hönd Dalskóla.  Þeirra varmenn eru Þyrí Ágústsdóttir og Eva Þóra Hauksdóttir.

Markmið upplestrarkeppninnar í 7. bekk er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.