Skip to content

Páskaviðburðir á vegum foreldrafélagsins

Í vikunni stendur foreldrafélag Dalskóla fyrir þremur páskaviðburðum.  Í gær var páskasteinaleit fyrir börn í leikskólahlutanum og félagsvist fyrir 6.-10. bekk.  Í dag verður svo páskabingó fyrir 1.-5. bekk.

Steinaleitin og félagsvistin gengu mjög vel fyrir sig.  Sigurvegarar gærkvöldisns í félagsvistinni, með hæsta skor voru Grímur í 8. bekk og Þuríður í 6. bekk.  Einnig fengu Jónatan í 7. bekk, Esjar í 8. bekk og Armanas í 6. bekk heiðursverðlaun.  Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af sigurvegurum gærkvöldsins.