Skip to content

Tónleikar 5 ára barna í Hörpunni

Þriðjudaginn 9. apríl tóku elstu börn leikskólahlutans þátt í tónleikum í Hörpunni „Lífið er heimsins besta gotterí“.  Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Tónskóla Sigursveins og 33 leikskóla í Reykjavík.

Sungin voru lög eftir Jóhann G. Jóhannsson.

Börning geisluðu af sönggleði og hamingju, fremst á sviði í Eldborgarsal Hörpu, ásamt 360 öðrum börnum.

Myndirnar sem fylgja fréttinni tók Anna Fjóla Gísladóttir, ljósmyndari.