Skip to content

Skemmtileg vika að baki í Dalskóla

Fyrsta vikan eftir óvenju langt páskafrí er nú að klárast.

Á mánudag fengu 2.-4. bekkur að hlusta á lúðrasveit Grafarvogs, sem kom í heimsókn til okkar í Dalskóla.

Á mánudag og þriðjudag tóku nemendur í 6.-7. bekkur þátt í skapandi tónlistarmiðlun hjá Sigrúnu Griffiths, gestakennara.  Nemendur bjuggu til hljóðverk þar sem allir fengu tækifæri til að blómstra, spila og semja.  Verkefninu lauk með því að bekkirnir tveir héldu tónleika fyrir hvort annað.

Á fimmtudaginn fóru 3.-7. bekkur í Hörpuna og fengu að hlusta á sinfoníutónleikana „Strákurinn og slikkeríið“.

Í dag var svo haldið fjölmennt skákmót í Móa.  Spilaðar voru 7 umferðir eftir Monrad kerfinu. Skákmeistari Dalskóla í eldri bekkjum er Ísak Bjarkason í 10. bekk.  Marteinn Már Elmarsson í 8. bekk var í öðru sæti og Haraldur Jóhann Gunnarsson í 9. bekk í 3. sæti.   Í yngri bekkjum sigraði Brynjar Breki Ívarsson í 5. bekk, Þórhildur Freyja Erlingsdóttir í 4. bekk var í 2. sæti, Kristófer Magnús Alfreðsson í 5. bekk var í 3. sæti.