Skip to content

Skólalok og nýtt skólaár í Dalskóla

Útskrift 10. bekkinga verður fimmtudaginn 6. júní.  Hátíðin hefst klukkan 18:00 og fer fram í forsalnum í Móa.  Foreldrar leggja til veitingar á kaffiborðið og skólinn býður uppá kaffi og gos.  Foreldrar nemenda í 10. bekk hafa fengið nánari upplýsingar varðandi það.

Skólaslit 1.-9. bekkjar verður föstudaginn 7. júní klukkan 09:00 fyrir utan Móa.  Þann dag er engin kennsla og Úlfabyggð verður lokuð.

Eftir skólaslitin eru börn á grunnskólaaldri komin í sumarfrí.

Sumarlokun leikskólahlutans verður frá 11. júlí til 9. ágúst.

Í Úlfabyggð verður boðið uppá sumarfrístund í júní og ágúst.  Hér er hægt að finna upplýsingar um sumarfrístundina.

Skólasetning næsta skólaárs verður 22. ágúst.  Foreldrar grunnskólabarna munu fá nánari upplýsingar um upphaf næsta skólaárs, þegar nær dregur.

Starfsfólk Dalskóla vill óska öllum gleðilegs sumars og sendir kærar þakkir fyrir frábært skólaár.