Skip to content

María Kristín hlaut íslenskuverðlaun unga fólksins á degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur þann 16. nóvember sl.  María Kristín Magnúsdóttir, nemandi í 4. bekk hlaut af því tilefni verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í íslensku.  María Kristín er vakandi fyrir tungumálinu, kemur vel fyrir sig orði á nærgætinn og eftirtektarverðan hátt.  Hún sinnir öllu námi af kostgæfni, setur mikla vinnu í verkefni og hefur, þó ung sé, uppskorið ríkulegan árangur.  Hún er jafnvíg á hið talaða orð, ritaðar hugsanir og lesskilning.