Skip to content

Skólasetning Dalskóla mánudaginn 24. ágúst.

Skólasetning Dalskóla fer fram mánudaginn 24. ágúst kl 15.00.  Skólasetning fer fram innandyra í bekkjarstofum og án foreldra vegna Covid-19 og þeirra viðmiða sem skólar þurfa að fara eftir í því sambandi.

Vegna Covid-19 verða engin heimaviðtöl þetta árið, eins og hefð er fyrir hjá Dalskóla.  Nýjir nemendur verða boðaðir ásamt einu foreldri til upplýsinga- og kynningarfundar á mánudeginum 24. ágúst. Umsjónakennarar boða þá fundi.

Frekari upplýsingar um skólastarfið, húsnæðismál og annað verða sendar í fréttabréfi skólans.