Skip to content

Skólasetning gekk vel.

Okkar óvenjulega skólasetning gekk vel og á það líka við um þennan fyrsta skóladag. Það voru mörg börn sem fengu sér hafragraut í upphafi dags og líkaði grauturinn vel. Hannes eldaði þrjá risa stóra bakka. Í hádeginu tóku börnin líka vel til matar síns.
Á þessum tímum er það ljóst að foreldrar geta ekki heimsótt skólann. Í einstaka undantekningartilviki þarf þó að skipulegga slíkt, og tekur þá starfsmaður á móti foreldrinu og við óskum þess að foreldrar beri grímu við slík tilefni.
Á mynd hér fyrir ofan má sjá umsjónarkennara og nemenda á ör-fjarfundi með foreldri, en við verðum að nýta tæknina, símann og tölvupóstinn á meðan þessi bylgja gengur yfir.