Síðustu dagarnir fyrir jólafrí grunnskólabarna

Nú líður hratt að jólum og jólafríi grunnskólabarna í Dalskóla.
fimmtudaginn 16. desember verður venjulegur skóladagur. Þann dag verður jólaball unglingadeildarinnar haldið um kvöldið. Minnum foreldra ungmenna á að samkvæmt reglum almannavarna þurfa allir jólaballsgestir að framvísa vottorði um annað hvort neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi sem ekki er eldra en 48 klst. gamalt eða nýlega covid-19 sýkingu.
Föstudaginn 17. desember verður venjulegur skóladagur hjá börnum í 1.-7. bekk en skertur skóladagur hjá börnum í 8.-10. bekk. Börn í þeim bekkjum mæta í skólann kl. 10:20 og halda stofujól með kennurum sínum. Eftir hádegismat eru börn í 8.-10 bekk komin í jólafrí.
Þennan dag verður hamborgarahryggur og meðlæti í matinn og súkkulaðimús í desert. Þau börn sem ekki eru skráð í mat býðst að kaupa jólamáltíð á 600 kr. Síðasti dagur til að skrá í jólamatinn er fimmtudaginn 16. desember. Skráning og greiðsla hjá umsjónakennara eða á skrifstofu.
Mánudagurinn 20. desember er skertur dagur hjá 1.-7. bekk. Þann dag mæta nemendur í þessum bekkjum klukkan 10:00 í sínar stofur. Nemendur halda stofujól og fara svo á jólaskemmtun úti á skólalóð.
Nemendur í 1.-7. bekk mega koma með sparinesti þennan dag. Ekki er í boði að taka með sælgæti og gos, en smákökur og safi eru í lagi. Passið þó að nestið innihaldi ekki hnetur eða möndlur, þar sem það eru börn í skólanum með mjög alvarlegt hnetuofnæmi.
Eftir hádegismatinn eru nemendur komnir í jólafrí.
Gæsla verður í boði fyrir 1.-4. bekk í skólanum frá kl. 08:30-10:00. Við biðjum ykkur vinsamlegast að senda tölvupóst (linda.vidarsdottir@rvkskolar.is ) í síðasta lagi fimmtudaginn 16. desember ef þið viljið nýta ykkur það.
Úlfabyggð verður svo opin eftir hádegismatinn, fyrir þá nemendur í 1.-4. bekk sem þangað eru skráðir á mánudögum. Aðrir halda heim.
Kennsla hefst aftur 4. janúar.