Skip to content

Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar

Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar í 7.bekk fór fram í hátíðarsal skólans í dag.  Tuttugu og einn nemandi lásu sögur og ljóð en 50 nemendur tóku þátt í ræktunarhlutanum sem hófst 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. Fulltrúar skólans voru valdir, en þeir lesa fyrir hönd Dalskóla á lokahátíðinni sem fer fram 30. mars í Guðríðarkirkju. Thelma Hrönn Gísladóttir og Ari Magnús Björnsson verða fulltrúar Dalskóla og Þórhildur Freyja Erlingsdóttir til vara.