Skólasetning Dalskóla 2022-2023

Skólasetning skólaársins 2022-2023 verður í hátíðarsalnum okkar (Miðgarði) þann 22. ágúst. Þann dag er starfsdagur í Úlfabyggð.
Tímasetningar verða sem hér segir:
kl. 09:00 – 2.-4. bekkur
kl. 10:00 – 5. – 7. bekkur
kl. 11:00 – 8.-10. bekkur
Í ágúst fá verðandi 1. bekkingar boð um að hitta umsjónakennara sína þann 19. ágúst milli klukkan 10:30 og 12:00.
Starfsmenn Dalskóla senda óskir um gleðiríkt sumarfrí, við hlökkum til að sjá ykkur öll aftur næsta haust.