Skip to content

Haustfundir í Dalskóla

Í næstu viku verða haldnir haustfundir með foreldrum allra barna í grunnskólahluta Dalskóla.

Fundirnir verða sem hér segir:

  • Þriðjudaginn 4. október kl. 08:30-09:45 – foreldrar 1. – 3. bekkjar barna.  Gæsla verður í boði fyrir nemendur meðan á fundinum stendur.
  • Miðvikudaginn 5. október kl. 08:30-09:45 – foreldrar 4.-6. bekkjar barna.  Nemendur mæta í skólann eftir fyrstu frímínútur (kl. 10:20).
  • Fimmtudaginn 6. október kl. 08:30-09:45 – foreldrar 7.-10. bekkjar barna.  Nemendur mæta í skólann eftir fyrstu frímínútur (kl. 10:20).

Fyrirkomulag fundana er eftirfarandi:

Allir fundirnir hefjast í hátíðarsal skólans þar sem Anna Rakel Aðalsteinsdóttir, fölskyldufræðingur frá Foreldrahúsi verður með 20-25 mín. erindi um samskipti nemenda og samvinnu foreldra og skóla.  Hvernig samfélag viljum við byggja upp og hvernig hægt er að gera það svo vel sé?

Eftir að erindi Önnu Rakelar lýkur fara foreldrar í umsjónastofurnar með umsjónakennurum.  Þar verða umræður foreldra í hópum um hvað foreldrar geta gert sem uppalendur til að að styðja við góðan bekkjarbrag og góð samskipti.

Við hvetjum alla foreldra til að nýta þetta tækifæri til að ræða þetta mikilvæga málefni við aðra foreldra.

Vonumst til að sjá sem flesta.