Skip to content

Íslenskuverðlaun unga fólksins 2022

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands veitti Íslenskuverðlaun unga fólksins í Norðurljósasalnum í Hörpu þann 16. nóvember sl. á degi íslenskrar tungu.  Verðlaunin sem eru á vegum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar eru veitt í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og ætluð til að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þau til framfara í tjáningu, töluðu og í rituðu máli.

Að þessu sinni fengu 50 nemendur og einn bekkur í 29 grunnskólum verðlaun.  Allir grunnskólar í borginni geta tilnefnt nemendur eða nemendahópa, einn á hverju skólastigi.

Meðal verðlaunahafa í ár voru ungir, áhugasamir lestrarhestar, framúrskarandi upplesarar, nemendur með annað móðurmál en íslensku, vinnuhestar, sagnahöfundar og ljóðskáld.

Fulltrúar Dalskóla að þessu sinni voru þær Heiðrún Hjaltadóttir í 10. bekk, Kjalvör Brák Reynisdóttir í 6. bekk og Aníta Marín Magnúsdóttir í 4. bekk.  Við óskum þeim kærlega til hamingju með verðlaunin.

Heiðrún Hjaltadóttir, 10. bekkKjalvör Brák Reynisdóttir, 6. bekkAníta Marín Magnúsdóttir, 4. bekk