Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin var haldin við hátíðlega athöfn í Móa í morgun, 24. maí.  Nemendur í 4. bekk taka þátt í keppninni, sem er undirbúningur fyrir stóru upplestrarkeppnina sem er haldin á hverju ári fyrir nemendur í 7. bekk.   Meginmarkmið keppninar er að nemendur flytji íslenskt mál, sjálfum sér og öðrum til ánægju og að þeir hafi vandvirkni og virðingu að leiðarljósi við flutninginn.  Keppnishugtakið felur eingöngu í sér það markmið að keppa við sjálfan sig, verða betri í dag en í gær. 

Nemendur í 4. bekk lásu ljóð og sögur fyrir foreldra og forráðamenn.  Einnig voru tónlistaratriði í boði nokkurra nemenda í 4. bekk; Sigþór Ari Vattnes Helgason spilaði á píanó, Anna Soffía Ólafsdóttir spilaði á fiðlu og Elfa Ágústsdóttir spilaði á þverflautu.  Helena Sirrý Magnúsdóttir, 7. bekk sem var fulltrúi Dalskóla í stóru upplestrarkeppninni, las upp ljóð.  Nemendur stóðu sig með eindæmum vel, enda búnir að leggja mikið á sig.

Prenta | Netfang