Sumarlokun í Dalskóla

sun-wearing-sunglasses

Dalskóli er lokaður frá 10. júlí og opnar aftur að loknu sumarleyfi þriðjudaginn 8. ágúst.  Þá mæta börn á leikskólaaldri í skólann auk þess sem sumarfrístund Úlfabyggðar hefst á ný.

Fyrsti skóladagur barna á grunnskólaaldri verður 22. ágúst.  Nánari upplýsingar um upphaf skólaársins verða sendar til foreldra í ágúst.

Starfsfólk Dalskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á skólaárinu 2016-2017.

Prenta | Netfang

Smiðjulok á leikskólahluta - Náttúrusmiðja

Í gær voru smiðjulok Náttúrusmiðju á leiskólahluta Dalskóla.  Foreldrum var boðið að koma seinni part dags í skólann og skoða afrakstur smiðjunnar með börnum sínum.  Á smiðjunni gaf að líta verk barnanna í ýmsum formum, s.s. leir, myndbönd, skúlptúra og myndir.

Prenta | Netfang

SKil milli skólastiga

Í gær, fimmtudag voru skil milli skólastiga hjá elstu börnunum í leikskólahluta Dalskóla.  Börnin sungu tvö lög og fengu svo litla Birki plöntu í kveðjugjöf.  Plöntuna fengu þau með þeim fyrirmælum að þau myndu finna góðan gróðurstað þar sem þau gætu hlúið að henni og séð hana vaxa og dafna, eins og þau sjálf hafa og munu áfram gera.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...