Barnamenningarhátíð 2018 - Opnun sýningarinnar Reykjavík borgin okkar

Í gær, þriðjudag var sýningin "Reykjavík borgin okkar" opnuð á Kjarvalsstöðum.  Sýningin sem er samsýning leikskólabarna í leikskólahluta Dalskóla og leikskólans Sæborgar er afrakstur áframhaldandi vinnu, þar sem börnin könnuðu og upplifðu borgina á sinn hátt.  Sýningin mun standa fram til sunnudagsins 22. apríl og hvetjum við alla til að koma og skoða þessi flottu verk, sem börnin hafa verið að vinna að í vetur.

Prenta | Netfang

Páskar 2018

páskamynd

Páskafrí grunnskólabarna hefst mánudaginn 26. mars.  Börnin mæta aftur í skólann þriðjudaginn 3. apríl.

Þessa daga verður Úlfabyggð opin fyrir þau börn sem þangað hafa verið sérstaklega skráð í lengda viðveru.

Leikskóladeildir verða opnar eins og venjulega, en við viljum biðja ykkur að láta vita á viðkomandi deild, ef börn á leikskólaaldri verða í fríi þessa daga.

Prenta | Netfang

Starfsdagur og fleira

Á morgun, fimmtudag verður engin kennsla eftir klukkan 13:00 í grunnskólahlutanum.  Allir grunnskólakennarar skólans hafa verið í endurmenntun í vetur, sem snýr að því að vera með marksæknari kennslustundir og hafa verið að tileinka sér kennsluaðferðir sem auka námsárangur nemenda.  Á morgun, fimmtudag munu allir þeir skólar, sem taka þátt í þessu innleiðingarferli, sækja námskeið hjá Shirley Clarke, sem hefur skrifað mikið um leiðsagnarnám/leiðsagnarmat (formative assessment) og aðstoðar skólayfirvöld víða um heim að breyta kennsluháttum. Áhugasamir geta kynnt sér þetta betur með því að opna þessa vefslóð.

Úlfabyggð verður opin fyrir þau börn sem þangað eru skráð, frá klukkan 13:00.

Á föstudaginn verður svo starfsdagur allra starfsmanna í Dalskóla.  Þann dag verða öll Dalskólabörn heima og Úlfabyggð verður lokuð.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...