Vetrarfrí 2017

Vetrarfrí grunnskólabarna verður 19. - 23. október.
Á fimmtudag verður Úlfabyggð opin fyrir þá sem þangað hafa verið sérstaklega skráðir í lengda viðveru.  Hina dagana verður Úlfabyggð lokuð.

Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir bjóða uppá fjölbreytta dagskrá alla vetrarfrísdagana.  Upplýsingar um það eru að finna á upplýsingagáttinni.

Í leikskólahluta Dalskóla verður opið fimmtudag og mánudag fyrir börn á leikskólaaldri.  Á föstudaginn verður starfsdagur í leikskólahlutanum og þá verða börn á leikskólaaldri heima.  Foreldrar leikskólabarna eru beðnir að láta vita, ef börn þeirra verða í fríi á fimmtudag og/eða mánudag.

Við óskum grunnskólanemendum og forráðamönnum þeirra góðra vetrarfrísdaga og hlökkum til að sjá börnin aftur í skólanum, þriðjudaginn 24. október.

Prenta | Netfang

Dönsum saman

Í tilefni af geðheilbrigðisdeginum, sem verður þriðjudaginn 10. október nk. ætla allir leikskólar í Árbæ og Grafarholti að bjóða foreldrum að koma og dansa með börnum sínum.  Foreldrum Dalskólabarna á leikskólaaldri er boðið að koma þennan dag klukkan 15:30 og dansa með börnum og starfsfólki úti á lóðinni.

Prenta | Netfang

Salatbar

Sú nýjung var tekin upp þetta skólaárið að bjóða börnum á grunnskólaaldri að velja sér meðlæti af glæsilegum salatbar.  Salatbarinn er í boði fyrir alla grunnskólanemendur sem eru í mataráskrift í Dalskóla.  Eins og sjá má er margt í boði af barnum og hann er litríkur og glaðlegur.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...