Kvennafrídagur á mánudag

IMG_0203Næstkomandi mánudag 25. október er kvennafrídagurinn. Konur um allt land hafa verið hvattar til þess að ganga út af vinnustöðum sínum kl. 14.25 og taka þátt í dagskrá í tilefni dagsins. Þar sem konur eru í miklum meirihluta starfsmanna Dalskóla munum við þurfa að loka skólanum kl. 14.25 þennan dag. Við viljum því biðja foreldra/forráðamenn að gera viðeigandi ráðstafanir til að sækja börn sín á þessum tíma á mánudag.

Prenta | Netfang

Vetrarfrí framundan

IMG_0355Við viljum minna á að á föstudag 22. og mánudag 25. október eru vetrarfrí grunnskólabarna í Dalskóla.  Að sjálfsögðu er opið á leikskólanum og frístund er einnig opin fyrir þá sem þangað eru skráðir. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar hefur verið tekin saman frétt um ýmislegt skemmtilegt sem borgin hefur upp á að bjóða fyrir fjölskylduna þessa daga. Fréttina má sjá með því að smella hér.

Dalskóli hefur mikinn áhuga á því að opna skólann fyrir börn á aldrinum 10-12 ára. Ætlunin er að bjóða börnunum upp á frístundatilboð einu sinni í viku frá kl. 16-18. Meginmarkmiðið verður að gera skólann að heimavelli þessara barna. Með því að bjóða uppá skipulagt frístundastarf fyrir þennan aldurshóp vonumst við til þess að krakkar á þessum aldri myndi góð tengsl hér innan hverfis, bæti félagsfærni og efli samskipti og samheldni barna hér í nágrenni skólans. Við munum funda með börnum á þessum aldri fimmtudaginn 28. október kl. 18.00. Allir krakkar á þessum aldri eru velkomnir á fundinn. Hægt er að sjá frekari upplýsingar með því að smella hér.

Prenta | Netfang

Smiðjur hafnar að nýju

IMG_0023Nú eru smiðjurnar hafnar að nýju eftir stutt frí í kjölfar steinasmiðjunnar. Að þessu sinni blöndum við öllum Dalskólabörnunum saman í smiðjutímum á miðvikudögum og fimmtudögum.

Yngstu börnin okkar, eins til fjögurra ára, eru saman í smiðju. Þemað þar verður líkaminn minn og umhverfið mitt. Þar munu börnin m.a. skoða sig í speglum, vatnslita sjálfsmynd og sulla og leika í vatni þar sem markmiðið er að læra á líkamann sinn. Auk þess verður farið í ljós- og skuggaleiki.

Dalskólabörn á aldrinum 5, 6 og 7 ára eru saman í smiðjum þar sem þemað er jörðin, heimsálfur, Senegal og Japan. Þar munu þau fræðast um sögu og menningu þessara þjóða í gegnum leik, söng og dans.

Elsti hópurinn, þ.e. 8, 9, 10 ára börnin verða saman þar sem þemað er þjóð. Þar ætla börnin að fræðast um land og þjóð og allt þar á milli. Þau munu m.a. fara í heimsóknir í alþingishúsið, þjóðmenningarhúsið, skoða stjórnarráðið auk þess að fræðast um þjóðdansa, þjóðsöngva, þjóðfánann og margt fleira.

Við viljum vekja athygli á því að vetrarfrí eru hjá grunnskólabörnunum á föstudag 22. og mánudaginn 25. október. Þá er engin kennsla en opið er í frístund fyrir þá sem þar eru skráðir. Foreldrar frístundabarna fengu send skráningablöð í byrjun vikunnar en einnig er hægt að sækja blaðið hér og senda í tölvupósti fyrir mánudag 18. október.

Við erum loksins komin með símanúmer skólans en það er 411-7860. GSM-símanúmer nokkurra starfsmanna má sjá hér.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...