Skautaferð og 10 til 12 ára starf

IMG_0914Nú líður að jólum og því ætlum við að bjóða krökkunum í frístundinni á skauta í samvinnu við íþróttaskóla Fram, ÍTR og ÍBR. Við ætlum s.s. á skauta nk. föstudag 3. des. kl. 15.00-16.15.  Börnin fá síðdegishressingu í Dalskóla og svo munum við fara saman í rútu niður í skautahöllina í Egilshöll. Starfsmenn frá okkur munu fylgja börnunum, ef foreldrar/forráðamenn hafa tök á því að koma með þá er þeim að sjálfsögðu velkomið að gera það. Þetta þýðir að þau verða ekki komin aftur í Dalskóla fyrr en c.a kl. 16.15 þennan dag. Ef þið viljið ekki að barnið/börnin ykkar komi með í skautaferðina, vinsamlegast látið Kára vita. Athugið að láta börnin koma vel klædd, það er kalt í skautahöllinni.  

10 til 12 ára starfið hefur farið mjög vel af stað í Dalskóla og hefur mæting verið góð. Við ætlum að halda áfram með starfið í desember, nú á fimmtudögum milli 16.30 og 18.30. Dagskrá desembermánaðar er tilbúin en hún er svohljóðandi:

Dagskrá desembermánaðar

Fimmtudaginn 2. desember 16.30-18.30            Skartgripagerð og sokkafótbolti

Fimmtudaginn 9. desember 16.30-18.30            Piparkökuskreyting

Prenta | Netfang

Vikan flaug áfram í Dalskóla

IMG_0999Vikan í Dalskóla hefur liðið hratt enda hafa Dalskólabörnin nóg fyrir stafni sem endranær. Rauður dagur á þriðjudaginn var skemmtilegt uppbrot og klæddust börnin og starfsmenn skólans rauðlitaðri flík sem öllum þótti skemmtileg tilbreyting.

Í dag eldaði Örn kokkur dýrindis þakkagjörðarmáltíð fyrir okkur. Í boði var kalkúnn, sætkartöflustappa og gufusoðið brokkólí. Í síðdegishressingu bakaði hann svo kanilsnúða. Það er ljóst að það fór enginn svangur úr Dalskóla í dag.

Hér að neðan má heyra Erlu Maríu lesa fréttina upp. {mp3}erla1{/mp3}

Dalskóli er orðinn skóli á grænni grein. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Við í Dalskóla stefnum á að verða Grænfánaskóli. Til þess að svo verði er í burðarliðnum stofnun umhverfisnefndar skólans. Í henni sitja starfsmenn skólans, fulltrúar nemenda og foreldra. Við óskum því eftir áhugasömum fulltrúm foreldra til að koma að þessu mikilvæga starfi með okkur. Áhugasamir hafi samband við Kára á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hér að neðan má heyra Erlu Maríu lesa fréttina upp. {mp3}erla2{/mp3}

Breytingar urðu á starfsmannahópnum í vikunni. Jóhanna Sofía, leikskólaleiðbeinandi á Trölladal, hverfur nú til annarra starfa. Í hennar stað hefur verið ráðinn Böðvar Páll Jónsson. Hann hefur mikla reynslu af ummönnun og liðveislu. Við bjóðum hann velkominn til starfa í Dalskóla.

Hér að neðan má heyra Erlu Maríu lesa fréttina upp. {mp3}erla3{/mp3}

Næsta föstudag milli 8 og 9 verður foreldrakaffi fyrir foreldra og forráðamenn barna á leikskólaaldri. Þá verður afrakstur smiðjuvinnunnar kynntur.

Prenta | Netfang

Þjóðhátíðarveisla í Dalskóla

IMG_1314Í dag, fimmtudag, var haldin mikil þjóðhátíð í Dalskóla. Þá voru önnur smiðjulok barna í Dalskóla. Börn fædd 2005 og síðar buðu foreldrum sínum í heimsókn auk þess sem afar og ömmur mættu. Dalskólabörnin höfðu undirbúið mikla dagskrá á sal skólans sem vakti mikla lukku. Eftir að sýningunni lauk fóru foreldrar í fylgd barna sinna og skoðuðu sýningar sem settar höfðu verið upp. Önnur sýningin var með verkum tengdum þemanu Japan og Senegal en hin sýningin var þemað um þjóð. Að lokum snæddu börn og foreldrar hádegismat saman en hann var á þjóðlegu nótunum, þ.e. grjónagrautur, slátur og flatkökur. Myndir af deginum eru komnar inn í myndasafnið. Kristinn, pabbi Þorbjargar, tók upp sjö sinnum dansinn sem elsti smiðjuhópurinn hafði æft. Hann setti myndbandið á Youtube, en það má sjá með því að smella hér.

Hér að neðan má heyra Hrönn Júlíu lesa fréttina upp. {mp3}hronn1{/mp3}. {mp3}hronn2{/mp3}

Á þriðjudeginum þann 23. nóvember verður rauður dagur í skólanum og biðjum við ykkur að leyfa börnunum að koma í  rauðlitarði flík í skólann, en á þessum tímapunkti er rétt rúmur mánuður til jóla. Jólamánuðurinn í Dalskóla verður rólegur og lágstemmdur, við lesum mikið saman, grunnskólanemendur verða með lestrarátak og við vinnum öll með vináttu og virðingu.

Daginn eftir, miðvikudaginn 24. nóvember, er undirbúningsdagur starfsmanna Dalskóla. Þá er skólinn lokaður. 

Hér að neðan má heyra Söru Dís lesa fréttina upp.{mp3}sara{/mp3} 

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...