Rafræn skráning í mataráskrift hjá grunnskólunum

 

Á þessu skólaári verður tekið við skráningum í mataráskrift í grunnskólum Reykjavíkur í gegnum Rafræna Reykjavík.

Skráning hefst mánudaginn 23. ágúst nk. og hafa foreldrar fengið bréf þar að lútandi. 

Mánaðarlegt gjald fyrir hádegismat í skólamötuneytum borgarinnar er 5000 kr. og verður innheimt níu sinnum á skólaári, frá september til maíloka, í jöfnum greiðslum.Foreldrar geta valið að greiða með greiðsluseðli eða kreditkorti.

Vakin er athygli á því að innheimt er eftir á, t.d. er reikningur vegna áskriftar í september gefin út 20. þess mánaðar með gjalddaga þann 1. októberog eindaga 1. nóvember.

Ef mataráskrift er hætt þarf að segja henni upp í Rafrænni Reykjavík og tekur hún þá gildi frá og með næstu mánaðamótum.

Matseðlar eru gefnir út í hverjum skóla og vistaðir á heimasíðu hans.

Þjónustuver Reykjavíkurborgar veitir alla frekari aðstoð við notkun Rafrænnar Reykjavíkur í síma 411 1111.

 

Prenta | Netfang

Skólabyrjun í Dalskóla

Nú líður að skólabyrjun í Dalskóla. Bygging skólans gengur samkvæmt áætlun og iðnaðarmenn leggja nótt við dag til að við getum hafið skólastarf á tilsettum tíma. Búið er að ráða alla kennara skólans og undirbúningur skólastarfsins gengur vel.

Skólasetning  fyrir 1. – 4. bekk verður  mánudaginn 23. ágúst kl. 09:00 og eru foreldrar hjartanlega velkomnir. Það verður fullur skóladagur fyrir nemendur og þeir sem eru skráðir í frístund geta verið allan daginn. Grunnskóladagurinn hefst svo alla daga kl. 8.30 og lýkur kl.14:35.

Skólaaðlögun leikskólabarna hefst 6. september og verður að fullu lokið 1. október

Dagana 17. – 19. ágúst koma kennarar skólans, tveir og tveir, í heimsókn til nemenda á grunnskólaaldri. Hver heimsókn tekur um 15-20 mín. Í heimsókninni verður farið yfir starf vetrarins og skipulag skólans.

Dagana 23. ágúst.- 27. ágúst koma kennarar skólans og heimsækja leikskólabörnin. Hver heimsókn tekur um 20 mínútur. Í heimsókninni verður farið yfir starfið í Dalskóla og aðlögun barnsins undirbúin.

Þið eigið von á símtali á næstu dögum til þess að skipuleggja heimsóknina.

Þær fjölskyldur sem eiga börn sem eru hefja leikskóladvöl í Dalskóla og eiga jafnframt börn á grunnskólaaldri geta valið það að heimsóknin taki lengri tíma og við ræðum í sama viðtali upphaf leikskólans og grunnskólabyrjunina.

Hlökkum til vetrarins og samstarfsins með ykkur!

Kær kveðja starfsfólk Dalskóla.

 

-Innkaupalisti fyrir grunnskólabörn-

Prenta | Netfang

Allt á áætlun í Dalskóla

Það er mikið um að vera í nýja skólanum okkar, Dalskóla, í Úlfarsárdal. Iðnaðarmenn eru á fullu að taka síðustu handtökin að skólabyggingunni og skólalóðinni. Það er ljóst að skólinn verður að mestu tilbúinn þegar grunnskólabörnin mæta í fyrsta sinn í skólann mánudaginn 23. ágúst. Það gæti þó verið eitt og annað eftir að gera en við munum að sjálfsögðu öll hjálpast að við að standsetja skólann.

Í byrjun september er áætlað að leikskólabörnin mæti til leiks en formleg skólasetning Dalskóla verður laugardaginn 2. október. Þá ætlum við að bjóða öllum að mæta í skólann, svo sem foreldrum, systkinum, öfum og ömmum, nágrönnum okkar og öllum í hverfinu.

Athugið að síðan er í vinnslu. Unnið er hörðum höndum að því að uppfæra efni og koma inn frekari upplýsingum um skólann.

Prenta | Netfang