Börn af leikskólahluta Dalskóla færa Strætó gjöf

Nokkur börn úr leikskólahluta Dalskóla fóru í höfuðstöðvar Strætó í dag og gáfu Strætó stórt málverk sem þau höfðu málað  í sameiningu sl vetur af strætó. En börnin sem voru á Huldudal sl. vetur unnu með Strætó í verkefninu "Reykjavík borgin okkar" sem var samstarfsverkefni á milli þriggja leikskóla í borginni, Sæborgar, Klambra og leikskólahluta Dalskóla.

Mjög vel var tekið á móti börnunum og var þeim m.a skutlað heim af Gullvagninum.

 

 

Prenta | Netfang

Skólabyrjun

sol bok

Vonandi hafa allir haft það gott í sumar.

Miðvikudaginn 16. ágúst verður starfsdagur allra í Dalskóla.  Þá verðurverða leikskóladeildir lokaðar og engin starfsemi verður í Úlfabyggð.

Dagana 21. og 22. ágúst fara heimaviðtöl fram.  Kennarar munu senda foreldrum tímasetningar fljótlega.  Úlfabyggð verður lokuð þá daga en leikskóladeildir verða opnar.

Skólasetningin verður á útisvæðinu við nýju bygginguna í Móa þriðjudaginn 22. ágúst klukkan 15:00.  ALLIR VELKOMNIR.

Skóli hefst svo skv. stundatöflum miðvikudaginn 23. ágúst.  Úlfabyggð verður opin þann dag, fyrir þá sem þangað hafa fengið inngöngu eftir að skóladegi lýkur.

Prenta | Netfang

Sumarlokun í Dalskóla

sun-wearing-sunglasses

Dalskóli er lokaður frá 10. júlí og opnar aftur að loknu sumarleyfi þriðjudaginn 8. ágúst.  Þá mæta börn á leikskólaaldri í skólann auk þess sem sumarfrístund Úlfabyggðar hefst á ný.

Fyrsti skóladagur barna á grunnskólaaldri verður 22. ágúst.  Nánari upplýsingar um upphaf skólaársins verða sendar til foreldra í ágúst.

Starfsfólk Dalskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á skólaárinu 2016-2017.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...