Starfsdagur

Við minnum á starfsdag leik- og grunnskólahluta á morgun, föstudaginn 19. janúar.  Þann dag verður leik- og grunnskólinn lokaður. 

Úlfabyggð verður opin fyrir þá sem þangað hafa verið sérstaklega skráðir í lengda viðveru.

Prenta | Netfang

Aftakaveður í Dalnum

Aftakaveður er nú à höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofan og slökkviliðið hefur gefið út appelsínugula viðvörun og mælir með að yngri börnum sé fylgt í skólann.
https://www.mbl.is/…/in…/2018/01/09/fylgid_bornum_i_skolann/

Due to weather conditions, disruptions in school services may be expected today. Schools are open but parents and guardians are asked to escort children younger than 12 years to school. This especially concerns children living in upper areas that need to cross open spaces on their way to school.

Z powdu zlej pogody rodzice proszeni sa o odprowadzenie lub odwiezienie dzieci do szkoly badz decyduja o tym czy dzieci zostana w domu.

Prenta | Netfang

Jólagleði í Dalskóla

fabric christmas tree wall sticker1

Í dag var jólaball og jólamatur í leikskólahluta Dalskóla.  Börn á grunnskólaaldri fengu jólamatinn sinn í gær.  Boðið var uppá hamborgarahrygg með meðlæti og súkkulaðimús með rjóma í eftirrétt.

4 jólaböll eru nú fyrir Dalskólabörnin.  Börn á leikskólaaldri héldu sitt jólaball klukkan 09:00.  Börn á grunnskólaaldri mættu í skólann klukkan 09:45 í morgun.  Sumir bekkir byrjuðu á stofujólum á meðan aðrir bekkir hófu daginn á jólaballi.  Jólasveinn kom í heimsókn á öll böllin, söng með börnunum, gerði nokkur töfrabrögð og gaf svo öllum mandarínu.  Í kvöld verður jólaball haldið fyrir nemendur í 8.-10. bekk.  Ballið verður haldið í Sæmundarskóla og er í samstarfi við Ingunnar-, Sæmundar- og Dalskóla.  Ballið hefst klukkan 20:00 og stendur til klukkan 22:30.

Myndir frá böllum dagsins má finna hér (leikskólahluti) og hér (grunnskólahluti).

Börn á grunnskólaaldri eru nú komin í jólafrí.  Úlfabyggð er opin fyrir þau sem þangað hafa verið sérstaklega skráð í lengda viðveru og leikskólahlutinn er opinn.

Börn á grunnskólaaldri mæta aftur í skólann skv. sinni stundatöflu, miðvikudaginn 3. janúar.

Starfsfólk Dalskóla óskar öllum gleðilegrar hátíðar.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...