Leikið í snjónum !

Hér að ofan má sjá myndir sem teknar voru í frímínútum í dag.  Veðrið var yndislegt og allir kátir í góðum leik í snjónum.

Prenta | Netfang

Vinaliðar

Í haust hóf Dalskóli þátttöku í vinaliðaverkefninu.  Vinaliðar eru börn í 4.-7. bekk, sem sjá um leiki í frímínútum fyrir skólafélaga sína.

  • Aðalmarkmið vinaliðaverkefnisins er að vinna gegn einelti, með því að bjóðða upp á jákvæða afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum.
  • Hreyfing nemenda eykst, ef fjölbreytt úrval leikja er á skólalóðinni, færri eru alveg óvirkir.
  • Við viljum að öllum nemendum líði vel í sínum skóla og taki þátt með jákvæðni í að gera skólann sinn enn betri en hann er. 
  • Nemendur sem takast á við hlutverk Vinaliðans, fá frábæra leiðtogaþjálfun í gegnum hlutverkið.

Vinaliðar eru valdir tvisvar á hverju skólaári í leynilegu vali innan bekkja þar sem leitað er eftir tilnefningum frá bekkjarfélögum.  Lögð er áhersla á að vinaliðar, sem valdir eru, sýni öðrum nemendum bæði vináttu og virðingu.

Verkefnastjórar í Dalskóla eru Auður Valdimarsdóttir og Guðrún Ósk Traustadóttir.

Nánari upplýsingar um vinaliðaverkefnið má finna á síðunni vinaliðar.is.

Myndin hér að ofan er tekin af fystu vinaliðum Dalskóla, sem fengu að launum óvissuferð, fyrir gott starf í vetur. 

 

Prenta | Netfang

Foreldraviðtöl, janúar 2018

Á morgun, föstudaginn 26. janúar verða foreldraviðtöl í Dalskóla.  Þann dag verður engin kennsla, en nemendur mæta með foreldrum sínum í viðtölin.  Foreldrar skrá sig sjálfir á viðtalstíma í gegnum Námfús.  Að þessu sinni verða vitnisburðarblöð nemenda ekki prentuð út, en eru í staðin aðgengileg í Námfúsi, þar sem foreldrar geta sjálfið skoðað og/eða prentað út.

Þennan dag verður Úlfabyggð opin fyrir þau börn sem þangað hafa verið sérstaklega skráð í lengda viðveru.  Leikskólahlutinn verður opinn.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...