Jólaleikritið Augasteinn

Ævintýrið um Augastein var sýnt í leikskólahluta Dalskóla í morgun.  Verkið byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán, syni Grýlu og Leppalúða, sem áttu það til að hrella fólk um jólaleytið.  Í ævintýrinu er það drengurinn Augasteinn, sem allt snýst um.  Hann lendir fyrir tilviljun í höndum jólasveinanna hrekkjóttu, sem vilja ólmir taka hann að sér.  En þegar Grýla kemst á snoðir um tilvist hans, æsist leikurinn.  Leiksýningin var í boði foreldrafélags Dalskóla og þökkum við þeim kærlega fyrir.  Sýningin kom öllum í enn meira jólaskap.

Prenta | Netfang

Jólamánuðurinn í Dalskóla

Hér má sjá viðburðardagatal Dalskóla fyrir jólin 2017.

Prenta | Netfang

Jólasamsöngur á leikskólahluta

Nú í morgun hittust allar deildir á leikskólhlutanum í salnum í leikskólabyggingunni.  Þar var kveikt á fyrsta kertinu í aðventukransinum og sungin nokkur jólalög.  Þetta var skemmtilegt upphaf á jólamánuðinum.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...