Smiðjulok á leikskólahluta - Náttúrusmiðja

Í gær voru smiðjulok Náttúrusmiðju á leiskólahluta Dalskóla.  Foreldrum var boðið að koma seinni part dags í skólann og skoða afrakstur smiðjunnar með börnum sínum.  Á smiðjunni gaf að líta verk barnanna í ýmsum formum, s.s. leir, myndbönd, skúlptúra og myndir.

Prenta | Netfang

SKil milli skólastiga

Í gær, fimmtudag voru skil milli skólastiga hjá elstu börnunum í leikskólahluta Dalskóla.  Börnin sungu tvö lög og fengu svo litla Birki plöntu í kveðjugjöf.  Plöntuna fengu þau með þeim fyrirmælum að þau myndu finna góðan gróðurstað þar sem þau gætu hlúið að henni og séð hana vaxa og dafna, eins og þau sjálf hafa og munu áfram gera.

Prenta | Netfang

Álfabjörg færir Fríkirkjunni í Reykjavík listaverk

Nokkur börn af Álfabjörgum, sem hafa í vetur verið í kirkjuhóp, tóku strætó niðrí miðbæ Reykjavíkur í gær og færðu Fríkirkjunni í Reykjavík gjöf.  Gjöfin var stórt veggverk, sem börnin höfðu útbúið af Fríkirkjunni á meðan á verkefninu "Reykjavík borgin okkar" stóð í vetur.

Verkefnið var samstarfsverkefni þriggja leikskóla í borginni; Dalskóla, Sæborgar og Klambra og var sýnt á Barnamenningarhátíð.  Séra Hjörtur Magni Jóhannsson tók við verkinu og þakkaði börnunum kærlega fyrir gjöfina.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...