Skip to content
10 nóv'22

Og hvað með það?

Í  gær, 9. nóvember fóru fulltrúar úr unglingadeild Dalskóla í Skrekk 2022.  Skrekkur er hæfileikakeppni fyrir grunnskólabörn í Reykjavík og haldin  árlega í Borgarleikhúsinu. Við erum mjög stolt af unglingunum okkar, sem mættu með frábært og vel æft atriði sem þau nefndu „Og hvað með það?“. Atriðið má sjá hér.

Nánar
28 sep'22

Haustfundir í Dalskóla

Í næstu viku verða haldnir haustfundir með foreldrum allra barna í grunnskólahluta Dalskóla. Fundirnir verða sem hér segir: Þriðjudaginn 4. október kl. 08:30-09:45 – foreldrar 1. – 3. bekkjar barna.  Gæsla verður í boði fyrir nemendur meðan á fundinum stendur. Miðvikudaginn 5. október kl. 08:30-09:45 – foreldrar 4.-6. bekkjar barna.  Nemendur mæta í skólann eftir…

Nánar
22 jún'22

Skólasetning Dalskóla 2022-2023

Skólasetning skólaársins 2022-2023 verður í hátíðarsalnum okkar (Miðgarði) þann 22. ágúst.  Þann dag er starfsdagur í Úlfabyggð. Tímasetningar verða sem hér segir: kl. 09:00 – 2.-4. bekkur kl. 10:00 – 5. – 7. bekkur kl. 11:00 – 8.-10. bekkur Í ágúst fá verðandi 1. bekkingar boð um að hitta umsjónakennara sína þann 19. ágúst milli…

Nánar
29 apr'22

Skólahreysti

  Til hamingju, Í gærkvöldi keppti lið Dalskóla til undanúrslita í skólahreystikeppninni og hneppti 2. sætið í sínum riðli.  Við erum afar stolt af okkar liði, samhent, skemmtilegt, kappsamt og árangursríkt.      

Nánar
14 des'21

Síðustu dagarnir fyrir jólafrí grunnskólabarna

Nú líður hratt að jólum og jólafríi grunnskólabarna í Dalskóla. fimmtudaginn 16. desember verður venjulegur skóladagur.  Þann dag verður jólaball unglingadeildarinnar haldið um kvöldið.  Minnum foreldra ungmenna á að samkvæmt reglum almannavarna þurfa allir jólaballsgestir að framvísa vottorði um annað hvort neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi sem ekki er eldra en 48 klst. gamalt eða nýlega…

Nánar
15 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 11.mars var Lokahátíð upplestrarkeppni 7. bekkinga í Árbæ og Grafarholti haldin í Árbæjarkirkju. Ingdís Una og Elfa voru fulltrúar Dalskóla. Þær stóðu sig með mikilli prýði og voru skólanum til sóma.

Nánar
16 nóv'20

Dagur íslenskrar tungu – Íslenskuverðlaun unga fólksins

Í dag var þremur nemendum Dalskóla veitt íslenskuverðlaun unga fólksins. Undanfarin ár hafa þessi verðlaun verið afhent á hátíðlegum viðburði í Hörpu, en í ár voru verðlaunin afhent í skólanum.  Horft var á myndband með ávörpum Skúla Helgasonar formanns Skóla- og frístundaráðs, Mörtu Guðjónsdóttur formanns verkefnisins og Vigdísar Finnbogadóttur stofnanda og verndara verðlaunanna. Í ávarpi…

Nánar
06 okt'20

Dalskóli fær tilnefningu til íslensku menntaverðlaunanna

Dalskóli hefur verið tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna Dalskóli fær tilnefninguna fyrir þróun þverfaglegrar skapandi kennsluhátta, meðal annars í svokölluðum smiðjum og starfsþróunarverkefni þar sem kennarar rannsaka eigið starf. Þetta er mikill heiður og lyftistöng fyrir skólann. Hér er linkur á frétt um tilnefningarnar.

Nánar
03 sep'20

Gengið á Úlfarsfell.

Gengið var á Úlfarsfellið í vikunni í blíðskaparveðri. Þegar heim var komið fengu allir pylsur sem snædd var við vinsælustu lög dagsins í dag. 

Nánar
20 ágú'20

Skólasetning Dalskóla mánudaginn 24. ágúst.

Skólasetning Dalskóla fer fram mánudaginn 24. ágúst kl 15.00.  Skólasetning fer fram innandyra í bekkjarstofum og án foreldra vegna Covid-19 og þeirra viðmiða sem skólar þurfa að fara eftir í því sambandi. Vegna Covid-19 verða engin heimaviðtöl þetta árið, eins og hefð er fyrir hjá Dalskóla.  Nýjir nemendur verða boðaðir ásamt einu foreldri til upplýsinga-…

Nánar