Skip to content
15 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 11.mars var Lokahátíð upplestrarkeppni 7. bekkinga í Árbæ og Grafarholti haldin í Árbæjarkirkju. Ingdís Una og Elfa voru fulltrúar Dalskóla. Þær stóðu sig með mikilli prýði og voru skólanum til sóma.

Nánar
16 nóv'20

Dagur íslenskrar tungu – Íslenskuverðlaun unga fólksins

Í dag var þremur nemendum Dalskóla veitt íslenskuverðlaun unga fólksins. Undanfarin ár hafa þessi verðlaun verið afhent á hátíðlegum viðburði í Hörpu, en í ár voru verðlaunin afhent í skólanum.  Horft var á myndband með ávörpum Skúla Helgasonar formanns Skóla- og frístundaráðs, Mörtu Guðjónsdóttur formanns verkefnisins og Vigdísar Finnbogadóttur stofnanda og verndara verðlaunanna. Í ávarpi…

Nánar
06 okt'20

Dalskóli fær tilnefningu til íslensku menntaverðlaunanna

Dalskóli hefur verið tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna Dalskóli fær tilnefninguna fyrir þróun þverfaglegrar skapandi kennsluhátta, meðal annars í svokölluðum smiðjum og starfsþróunarverkefni þar sem kennarar rannsaka eigið starf. Þetta er mikill heiður og lyftistöng fyrir skólann. Hér er linkur á frétt um tilnefningarnar.

Nánar
03 sep'20

Gengið á Úlfarsfell.

Gengið var á Úlfarsfellið í vikunni í blíðskaparveðri. Þegar heim var komið fengu allir pylsur sem snædd var við vinsælustu lög dagsins í dag. 

Nánar
20 ágú'20

Skólasetning Dalskóla mánudaginn 24. ágúst.

Skólasetning Dalskóla fer fram mánudaginn 24. ágúst kl 15.00.  Skólasetning fer fram innandyra í bekkjarstofum og án foreldra vegna Covid-19 og þeirra viðmiða sem skólar þurfa að fara eftir í því sambandi. Vegna Covid-19 verða engin heimaviðtöl þetta árið, eins og hefð er fyrir hjá Dalskóla.  Nýjir nemendur verða boðaðir ásamt einu foreldri til upplýsinga-…

Nánar
15 maí'20

Úlfaleikar í Dalskóla

Frábær skóladagur í dag þar sem nemendur fóru um skólann í aldursblönduðum hópum og leystu ýmsar þrautir.  Styrkleikar sem á reyndi voru af mörgum toga: léttir liðleikar, samtakamáttur, útsjónarsemi, samhæfing, liðsheild, kraftur, jafnvægi, minni, þekking, sköpun og áfram má telja. Myndir segja margt en þær fanga ekki nema að litlu leyti hinn einstaka Dalskólablæ.

Nánar
14 mar'20

Starfsdagur mánudaginn 16. mars (english and polish below)

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars 2020 verði…

Nánar
03 maí'19

Skemmtileg vika að baki í Dalskóla

Fyrsta vikan eftir óvenju langt páskafrí er nú að klárast. Á mánudag fengu 2.-4. bekkur að hlusta á lúðrasveit Grafarvogs, sem kom í heimsókn til okkar í Dalskóla. Á mánudag og þriðjudag tóku nemendur í 6.-7. bekkur þátt í skapandi tónlistarmiðlun hjá Sigrúnu Griffiths, gestakennara.  Nemendur bjuggu til hljóðverk þar sem allir fengu tækifæri til…

Nánar
09 apr'19

Dýr og furðuverur frá Dalskóla á Kjarvalstöðum.

Í dag klukkan 17:00 verður sýningin „Dýr og furðuverur“ opnuð á Kjarvalstöðum.  Sýningin er hluti af Barnamenningarhátíð.  Við hvetjum alla til að mæta og sjá þessa flottu sýningu.  Sýningin verður opin til 14. apríl.  Vert er að taka það fram að þau sem vilja byrja á opnunarhátíðinni á Kjarvalstöðum, eru velkomnir á páskabingóið á eftir.

Nánar
09 apr'19

Páskaviðburðir á vegum foreldrafélagsins

Í vikunni stendur foreldrafélag Dalskóla fyrir þremur páskaviðburðum.  Í gær var páskasteinaleit fyrir börn í leikskólahlutanum og félagsvist fyrir 6.-10. bekk.  Í dag verður svo páskabingó fyrir 1.-5. bekk. Steinaleitin og félagsvistin gengu mjög vel fyrir sig.  Sigurvegarar gærkvöldisns í félagsvistinni, með hæsta skor voru Grímur í 8. bekk og Þuríður í 6. bekk.  Einnig…

Nánar