Bekkjafulltrúar foreldra

Á skólakynningum í september kjósa foreldrar nemenda í hverjum bekk bekkjarfulltrúa í sínum námshópi. Skv. lögum foreldrafélagsins mynda bekkjarfulltrúar fulltrúaráð í skólanum. Verksvið bekkjarráðsfulltrúa er í samvinnu við stjórn foreldrafélagsins að útfæra starf með börnunum í námshópunum.
Verksvið bekkjarfulltrúa er málefni viðkomandi bekkjar. Bekkjarfulltrúar gera starfsáætlun fyrir skólaárið.
Samráð bekkjafulltrúa
Bekkjarfulltrúar mynda fulltrúaráð. Ráðið fundar tvisvar á skólaári með stjórn foreldrafélagsins og skólastjórnendum.

Bekkjafulltrúar 2018-2019

Prenta | Netfang