Skip to content

Almennar upplýsingar

Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir við stjórn foreldrafélagsins.

Á skólakynnningum í september kjósa foreldrar nemenda í hverjum bekk bekkjarfulltrúa í sínum námshópi.  Skv. lögum foreldrafélagsins mynda bekkjarfulltrúar fulltrúaráð í skólanum.  Verksvið bekkjarráðsfulltrúa er í samvinnu við stjórn foreldrafélagsins að útfæra starf með börnum í námshópum.  Verksvið bekkjarfulltrúa er málefni viðkomandi bekkjar.  Bekkjarfulltrúar gera starfsáætlun fyrir skólaárið.

Bekkjarfulltrúar mynda fulltrúaráð.  Ráðið fundar tvisvar á skólaári með stjórn foreldrafélagsins og skólastjórnendum.

Hvað gera bekkjarfulltrúar:

 • Bera ábyrgð á viðburðum, minnst einum fyrir og einum eftir áramót.
 • Halda fund fyrir foreldra þar sem starfið er kynnt.
 • Virkja foreldra til að aðstoða og taka þátt í viðburðum.
 • Kynna viðburði vetrarins fyrir sínum hóp á facebook og námfús.
 • Minna á að viðburðir eru hugsaðir sem samverustundir barna og forráðamanna en ekki fyrir systkini.
 • Stuðla að ókeypis eða kostnaðarlitlum viðburðum.
 • Passa uppá að þýða skilaboð til erlendra foreldra og bjóða nýja foreldra velkomna á facebook síðu hópsins.

Bekkjarfulltrúar 6., 8. og 9. bekkja eru líka fjáröflunarstjórar og halda utan um fjáraflanir og virkjun nemenda/foreldra í fjáröflun.

Foreldrafélagið ber ekki ábyrgð á að fjáraflanir eigi sér stað.

Fjáraflanir í tengslum við viðburði foreldrafélagsins 2019-2020

6., 8. og 9. bekk er boðið að vera með fjáröflun sbr. undanfarin ár:

 • 6.bekkur – jólaviðburður
  • söfnun fyrir Reyki
 • 9. bekkur - páskaviðburði 9. apríl – t.d páskabingó – páskaeggjaleit hjá leikskóla
  • söfnun fyrir útskriftarferð
 • 8. bekkur - vorhátíð 30. maí – Veitingasala (t.d kökur, hamborgarar, pylsur, candyfloss )
  • söfnun fyrir Laugar

Ef þessir árgangar vilja ekki eða geta ekki nýtt sér þessa viðburði, þá geta aðrir árgangar sótt um að nýta tækifærið.

Fyrir utan þessa viðburði sem foreldrafélagið stendur fyrir, eru fleiri tækifæri sem hægt væri að nýta til fjáraflana. Endilega verið frumleg og nýtið þau tækifæri í samráði við skólann.

Fréttir úr starfi

Sumarlokun leikskólahluta og Úlfabyggðar 2023

Sumarlokun leikskólahlutans og Úlfabyggðar verður frá og með 12. júlí 2023 til og með 9. ágúst 2023.

Nánar