Skip to content

Foreldrafélag Dalskóla

Almennar upplýsingar

Foreldrafélag er formlegur samstarfsvettvangur forráðamanna þar sem þeim gefst kostur á að ræða skólagöngu barna og hvaðeina sem snertir uppeldi og menntun.

 

Aðrar upplýsingar

Foreldrafélagið nýtur ekki fastra styrkja en aflar fjár með innheimtu félagsgjalda og ýmsum öðrum fjáröflunarleiðum.

Foreldrafélag Dalskóla starfar skv. 9. gr. laga um grunnskóla. Þar segir að við hvern grunnskóla skuli starfa foreldrafélag. Foreldrafélagið setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Hlutverk foreldrafélagsins er m.a. eftirfarandi:

Markmið

  • Vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum þar sem samskipti eru gagnvirk, gegnsæ og á jafnréttisgrundvelli
  • Efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólk skólans
  • Styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunaskilyrði

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Heimili og skóli hefur gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.

 

Fréttir úr starfi

Haustfundir í Dalskóla

Í næstu viku verða haldnir haustfundir með foreldrum allra barna í grunnskólahluta Dalskóla. Fundirnir verða sem hér segir: Þriðjudaginn 4. október kl. 08:30-09:45 – foreldrar 1. –…

Nánar