Skip to content

Foreldrasamstarf

Forsenda góðs skólastarfs er foreldrasamstarf. Gagnkvæm virðing þarf að ríkja milli heimilis og skóla. Nauðsynlegt er að foreldrar fái greinagóðar upplýsingar um starfsemi skólans og fræðist um hlutverk sitt gagnvart skólagöngu barna sinna. Mikilvægt er að foreldrar séu sáttir við starf skólans og styðji það. Til þess að svo megi vera leggur Dalskóli mikla áherslu á að aðgengi foreldra að skólanum sé gott, foreldrar eru velkomnir í skólann og inn í kennslustundir og leikstundir hvenær sem þeim hentar, skólinn mun kappkosta við að senda foreldrum fregnir af starfinu auk þess sem heimasíðan er góður vettvangur til þess að átta sig á starfi skólans. Viðhorf barna til skólans og til kennaranna mótast að miklum hluta á heimilum og því afar mikilvægt að kennarar og foreldrar finni til ábyrgðar og skuldbindingar gagnvart árangri og vellíðunar barns í skóla. Það er mikilvægur stuðningur við leikskólastarið, grunnskólastarfið og frístundastarfið að foreldrar temji sér að tala jákvætt um skóla barnanna og vinnu þeirra þar. Börn tileinka sér gjarnan viðhorf foreldra sinna og taka þá sér til fyrirmyndar.

Rannsóknir hafa sýnt að stuðningur foreldra og þátttaka þeirra í skólastarfi skiptir miklu máli fyrir námsárangur barna og líðan. Velferð nemenda verður því best tryggð í góðu samstarfi foreldra og skóla.

Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við okkur sem í skólanum störfum ef þá skortir upplýsingar eða vilja koma á framfæri ábendingum um skólastarfið. Einfaldar ábendingar og skemmtilegar hugmyndir frá foreldrum geta stutt starfið í skólanum og gert það fjölbreyttara.

Í Dalskóla er stefnt að því að foreldrar eigi hlutdeild í öllum þáttum skólastarfsins eins og námskrárvinnu, þróunaráætlun, umfjöllun um kennsluhætti, félagsstarf nemenda, símenntun starfsmanna, sérstakar áherslur skólans, námsmat ofl.

Veturinn 2013-2014 festi Dalskóli í sessi þau atriði sem þóttust takast vel í foreldrasamstarfi liðinna ára og hafin var smíði áætlunar um samstarf Dalskóla og foreldra.

Áætlun um samstarf Dalskóla og foreldra

Frá fyrsta starfsári skólans hefur mikil áhersla verið lögð á foreldrasamstarf á öllum stigum skólans. Skólinn er opinn fyrir foreldra frá morgni til kvölds auk þess sem foreldrum er boðið reglulega í skólann til að njóta þess sem börnin hafa verið að vinna að, til eiga samtal með börnum sínum við kenna, til að fræðast og til að hafa gaman saman.

Hefðir hafa tekið að mótast og ábyrgð á samstarfi og samtali foreldra og skóla liggur á margra herðum. Í áætlun um samstarf foreldra og Dalskóla er leitast við að skilgreina samstarf, samvinnu og ábyrgð og setja fram viðmið um árangur.

Í áætluninni verður tekið tillit til margra þátta skólastarfsins og skilgreint hvernig foreldrar tengjast starfinu.

Samstarf skóla og skólaforeldra má skipta í nokkra flokka:

Samstarfið um barnið,
Samstarfið um bekkinn/deildina,
Samstarfið um skólann
í flokknum samstarfið um skólann verður fjallað um samstarfið um frístundina

Í næstu köflum munum við raða niður tilteknum verkefnum undir þessa þrjá mismunandi samstarfsflokka.

Einnig er tilgreint hverjir sitja í foreldrafélagi og lög foreldrafélagsins tilgreind.

1.Samstarfið um barnið

Samstarfið um barnið/nemandann er undirstöðustarf í Dalskóla. Væntingar foreldra til skóla barnanna sinna eru yfirleitt mjög miklar. Foreldrar bera megin ábyrgð á velferð barnanna sinna. Það er hlutverk skólans að veita foreldrum mikilvægan stuðning við uppeldi og menntun barnanna miðað við þarfir hvers og eins. Réttur foreldra er að barnið fái uppeldi og menntun í samræmi við lög og aðalnámskrá. Allir foreldrar vilja sjá barninu sínu líða vel í leikskóla, grunnskóla og frístundastarfi. Til þess að foreldrar geti sinnt ábyrgð sinni þarf skólinn nauðsynlega að finna leiðir til að gefa foreldrum hlutdeild í námi og starfi barns síns í skólanum. Hér fara upplistuð nokkur verkefni sem styðja samstarfið um barnið.

Námsviðtöl – foreldraviðtöl

Markmið: Eiga samtal um stöðu barns í lífi. Leik og námi

Tíminn: 4x á ári fyrir börn á grunnskólaaldri, 2x á ári fyrir börn á leikskólaaldri og eoftar ef þarf

Viðmið um árangur: Að í könnun foreldra komi fram 90% ánægja með framkvæmdina og árangurinn

Ábyrgð: skólinn og foreldrar

Umbætur: taka mið af niðurstöðum foreldrakannana og fylgjast með skólaþróun sem fjallar um námsviðtöl

Einstaklingsnámskrá

Hvað er einstaklingsnámskrá og til hvaða þátta tekur hún. Í Dalskóla eru ekki gerðar einstaklingsnámskrár í öllum fögum. Í Dalskóla eru ákveðin markmið lögð undir á hverri önn í hverri grein sem flestir nemendur skólans vinna með. Hin hefðbundna einstaklingsnámskrá er gerð þegar ljóst þykir að nemandi á erfitt með að ná markmiðum eða þegar nemandi nær markmiðumlangt á undan samnemendum. Hins vegar er horft til allra einstaklinga í skólanum og einstaklingsmiðun felst í að þekkja vel hugstaf barnanna, námstíla þeirra, hvar þau geta dýpkað þekkingu sína, leikni og hæfni og bjóða þau upp á tækifæri að setja sinn stíl á námið.

Námfús – mentor

Markmið: 1: Upplýsa foreldra um nám og stöðu barns í skóla 2: Foreldrar hafi góðan aðgang að námsmarkmiðum og kennsluáætlunum 3: Halda utan um ástundum 4: Vera námsmiðill fyrir kennara, nemendur og foreldra

Tími: daglegt aðgengi

Viðmið um árangur: Að könnun meðal foreldra sýni að þau fara inn á námfús/mentor a.m.k einu sinni í viku.

Ábyrgð: skólinn ber ábyrgð á innhlöðun efnis, foreldrar á notkun, skólinn á að fræða foreldra um notkunarmöguleika.

Umbótaáætlun: að notkun á námfúsi verði dagleg: innhlöðun verkefna, utanumhald námsmats, samskipti veið nemendur og forelda.

Heimaverkefni fjölskyldunnar

Markmið: að gefa foreldrum tækifæri til að eiga hlutdeild í námi barnanna á heimavelli

Tími: tvisvar – þrisvar á önn (í smiðjum)

Viðmið um árangur: Allir kennarar fái 90% svörun og þátttöku í fjölskylduverkefnunum

Ábyrgð: kennarar

Umbótaáætlun: að þróa verkefni sem hafa gildi fyrir fjölskylduna að taka þátt í. Ef aðeins 70% finnast verkefnin gildishlaðin þá þarf að endurskoða þennan þátt og inntak verkefnanna

Námsmat foreldra

Markmið: Að foreldrar fái að meta námsárangur barna sinna út frá markmiðum og meta hæfni þeirra og leikni í samvinnu við barnið.

Tími: tvisvar á ári

Ábyrgð: kennarar og foreldrar

Umbætur: Foreldrar fái kynningu á hlutverki sínu áður en til mats kemur.

Mat: Að í könnun Dalskóla komi fram 90% velvilji við þennan matsþátt.

Heimanám

Heimanám er ekki forsenda námsárangurs barna á grunnskólaaldri í Dalskóla en það getur dýpkað skilning foreldra á ýmsu því sem nemandinn er að fást við í skólanum.

Heimalestur í Dalskóla er álitinn mjög mikilvægur í lestrarnámi hvers barns. Sú þjálfun sem barn fær í skóla er ekki talin duga svo árangur verði viðunandi. Dalskóli leggur því mikla áherslu á að nemendur lesi heima daglega og að lesið sé fyrir börn á leikskólaaldri.

Fyrstu fjögur grunnskólaskólaárin er lögð áhersla á 20 mínútna daglegan lestur a.m.k fimm daga vikunnar og skulu foreldrar kvitta fyrir hlustun sína. Frá og með fimmta bekk er börnum treyst til að skrá lestur sinn í samvinnu við foreldra.

Annað heimanám er sett fyrir í tengslum við starfið í skólanum. Rannsóknir hafa sýnt að heimanám á ekki að skipta sköpum fyrir námslegt gengi barns í skóla. Það er áhugi foreldra á námslegu gengi sem miklu skiptir. Dalskóli hefur valið að nýta heimanám sem það tæki til að virkja foreldra til að fylgja eftir og sýna áhuga á því sem barnið er að fást við. Samræður um nám og lærdóm eru þannig styrktar. Það er alltaf svo að mismikil gleði og ávinningur er af heimanámi á heimilum. Umsjónarkennari aðstoðar nemendur í samvinnu við foreldra við að skipuleggja heiman. Dalskóli hvetur foreldra til að óska eftir meira eða minna heimanámi og taka samræðu á einstaklingsgrunni hvernig samræða um nám verði sem best sinnt á heimilinu.

Helstu áherslur í heimanámi 1.-4.bekkjar eru á lestur, ritun og önnur verkefni sem tengjast byrjendalæsi.

Helstu áherslur í heimanámi 5.-7.bekkjar eru á lestur, ritun og færniþjálfun í stærðfræði og skrift, auk verkefna er tengjast áhugasviði barnanna.

Markmið með heimanámi öðru en lestri:

Að gefa foreldrum tækifæri að eiga samræður um nám og vinnulag við börn sín og auka þekkingu foreldra á hvers konar námsstíl barnið hefur.
Að gefa nemendum tækifæri til þess að æfa, uppgötva, eiga samræðu um og festa í minni ýmsa námsþætti.

Á heimasíðu Heimilis og skóla má finna leiðbeiningar fyrir foreldra um heimanám: http://www.heimiliogskoli.is/foreldrasamstarf/fyrir_foreldra/heimanam

Einnig má finna góðar foreldraupplýsingar á vef heimilis og skóla.

Svara fyrirspurnum

Markmið: Að ef foreldrar vilja ná í tiltekinn starfsmann að þá hafi sá starfsmaður samband innan sólahrings.

2. Samstarfið um bekkinn/deildina

Samstarfið um leikskóladeildina/grunnskólabekkinn stuðlar að gagnkvæmu trausti foreldra í milli, trausti foreldrahópsins gagnvart skólanum og hefur öflugt forvarnargildi. Samstarfið snýst um menningu í barnahópnum og foreldrahópnum. Það snýst um samtakamátt og að velferð allra barnanna í hópnum skipti máli. Samstarfið hefur einnig mjög hagnýtan tilgang eins og að miðla upplýsingum og hjálpast að við úrlausn ýmissa mála sem upp kunna að koma.

Kynning á námskrám og kennsluáætlunum

Á hverju hausti er haldin kynning fyrir foreldra og forsjáraðila um námið og starfið í skólanum. Kynningar eru haldnar fyrir foreldra barna bæði á leik- og grunnskólaaldri

Skólaviðmið kynnt á hausti ásamt grunnþáttum jákvæðs aga

Á hverju hausti fer fram kynning á skólaviðmiðum til barnanna. Foreldrar fá kynninguna ýmist á fundi eða sem fræðslu í tölvupósti.

Smiðjulok

Markmið: Foreldrar eigi hlutdeild í námi barna sinna

Tíminn: fimm smiðjulok á vetri o.a.m.k. fjórar mætingar foreldra

Viðmið um árangur: Að í foreldrakönnun komi fram almenn ánægja með smiðjulok og að þátttaka sé frá 80% barna

Ábyrgð: skólinn sér um skipulag og foreldrar um þátttöku

Umbætur: Að skólinn hagi seglum í sátt við vilja foreldra. Þannig er reynt að finna tíma sem hentar og hann geti verið sveigjanlegur, að foreldrar telji þetta mikilvægan þátt í samtalinu um námið

Foreldrar sem miðlarar

Markmið: Foreldrar og skóli leitist við að fá foreldra til að miðla þekkingu og reynslu

Tími: eins oft og færi gefst

Viðmið um árangur: að hver deild/bekkur fá i eitthvert foreldri í miðlarahlutverk einu sinni á ári.

Ábyrgð: skóli og foreldrar

Umbætur: að þróa þetta starf í samvinnu við foreldrafélag

Föstudagspóstar – upplýsingamiðlun

Markmið: Að upplýsingar frá skóla til foreldra um nám og bekkjarstarf sé til gleði og gagns

Tími: allir bekkjarkennarar og deildarkennarar sendi vikulega póst um starfið

Viðmið: Að vikulegur póstur fari úr húsi frá öllum deildum/bekkjum og að foreldrar staðfesti í könnunum að þessi póstur skipti miklu máli og sé rétt fram settur

Ábyrgð: Leikskólakennari – umsjónarkennari

Umbætur: Taka mið af niðurstöðum á spjallfundum með foreldrum um innihald og mikilvægi póstsins

Forvarnir – einelti – líðan – velferð

Markmið: Að vinna markviss verkefni sem stuðla að alhliða velferð einstaklinga í hópi í samvinnu við foreldra

Tími: Ýmsir fundir og fræðsla sem dreifast á skólaárið ýmist að frumkvæði skóla eða foreldra

Viðmið: Að í viðtölum og könnunum komi fram að samstarf um velferð bekkjarins sé af 90% foreldrum talið gott og að í eineltiskönnun og könnunum um líðan fram að starfsmönnum, börnum og foreldrum finnist að brugðist sér fumlaust og faglega við þeim bekkjar-, frístunda- og deildarmálum sem upp koma.

Ábyrgð: Foreldrar og skóli

Umbætur: Að þróa hefðir sem styðja markmiðin

Bekkjarfulltrúar

Markmið: Að efla samstarf foreldra innan bekkja og deilda svo andi og vinarþel í hverjum námshópi verði sem best.

Tími: Bekkjarfulltrúar skipuleggja tvo atburði fyrir jól og tvo atburði eftir jól hjá börnum á grunnskólaaldri, foreldrar barna á leikskólaaldri hittast eftir atvikum þegar ræða þarf mál. Bekkjarfulltrúar hafa frumkvæði að samræðum innan foreldrahópsins um margt sem skiptir máli fyrir farsæld barnanna í hópnum

Viðmið um árangur: Að foreldrafélagið leggi slíkt mat á starfið að það þjóni velferð hópsins

Ábyrgð: Bekkjarfulltrúar, foreldrafélag

4.Samstarfið um skólann- hefðir - menning

Skólaráð

Skólaráð starfar við skólann lögum samkvæmt. Í skólaráði Dalskóla sitja 11 manns. Þetta er gert til þess að ná meiri vídd í ráðið því sameinum í eitt ráð foreldraráð leikskóla, skólaráð grunnskóla og samstarf um frístund. Foreldrar eiga að jafnaði þrjá fulltrúa í ráðinu.

Jólaföndur

Skapast hefur sú hefð að foreldrafélagið stendur fyrir jólaföndri í húsnæði Dalskóla. Þetta hefur fest sig í sessi í Dalnum sem upphaf jólaaðventunnar.

Vorhátíð

Foreldrafélagið hefur árlega staðið fyrir mjög metnaðarfullri vorhátíð sem um leið er hreinsunarhátíð. Hér er leikið og starfað góðan dagpart.

Öskudagur

Á öskudegi er skóli fram að hádegi hjá börnum á grunnskólaaldri. Dalskóli er í samvinnu við foreldrafélagið að undirbúa heimsóknir barna á heimili hverfisins á milli klukkan 17 – 19 við mikinn fögnuð.

Páskabingó

Í aðdraganda páska fer fram páskabingó í skólanum. Áður gátu allir komið saman í salnum en nú er raunin sú að tvískipta þarf bingóinu og vera með tvær stofur undir og tölvutækni til að koma upplýsingum á milli. Þetta er mikið gleðibingó.

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélagsins er á vorin. Það er gert svo öll stjórnarskipti fari fram áður en skóli hefst að hausti

Grenndarsvæðið

Foreldrafélagið er virkur aðili að grenndarsvæði skólans. Þau hafa reglulega aflað styrkja og komið að gróðursetningaráætlunum

Grænfánanefnd

Fulltrúar foreldra sitja í Grænfánanefnd skólans ásamt starfsmönnum og börnum og hefur nefndin haft veg og vanda að grænum skrefum og grænfánanum í skólanum

Foreldrarölt

Formlegt foreldrarölt er ekki hafið. Í hverfinu okkar er ekkert um hópasafnanir ungmenna nema þá helst við Dalskóla og þá eru börn að nýta sér leikvellina. Foreldrafélagið og skólinn fylgjast með þróun unglingamenningarinnar í hverfinu.

Jákvæður agi

Foreldrar hafa tekið jákvæðum aga fagnandi. Þeir eru aðilar að jákvæðum aga, hafa fengið kynningar og námskeið og fá í viku hverri upplýsingar um þau tæki sem skólinn notar til þess að nýta sjálf.

Námskeið um nám

Kynningarfundir um nám eru haldnir að hausti. Upp hafa komið hugmyndir um kennslu í námsefni, þá sérstaklega í stærðfræði. Slíkt hefur ekki komist í framkvæmd.

Skólastjóraspjall

Tvisvar á skólaárinu bjóða skólastjórar í spjall. Þá eru kynntar niðurstöður ýmissa kannana og foreldrum gefst tækifæri á að tala saman í smærri hópum og ræða skólamál og innra starf.

Smiðjur

Foreldrar koma á 6 vikna fresti að smiðjulokum og líta nám og starf barna sinna. Foreldramat sýnir mikla fylgni og ánægju með þetta fyrirkomulag

Kaffimorgnar

Ekki hefur þróast ákveðin hefð í sambandi við sérstaka kaffimorgna. Hér hefur feðrum verið boðið í bóndakaffi árlega en aðeins einu sinni mæðrum. Deildir og bekkir hafa í einhverjum tilvikum boðið heim. Skólinn er með miklar heimsóknir foreldra í sambandi við nám og störf á smiðjulokum og hefur farið varlega í að bæta við heimsóknir. Þó hafa kannanir sýnt að foreldrar vilja gjarnan koma í morgunkaffi. Skólinn mun reyna að sameina smiðjulok og kaffiheimsóknir.

Vorferðir

Í skólanum fara nemendur oft í vettvangsferðir og vorferðir eru farnar út fyrir hverfið. Í lengri ferðum eru foreldrar oft boðnir velkomnir með til að upplifa og aðstoða.

Leikskólastofur, frístundastofur og grunnskólastofur alltaf opnar

Í skólanum er lögð áhersla á að foreldrar séu velkomnir og þetta er vinnustaður barnanna þeirra og áhugi þeirra á starfinu og heimsóknum