Skip to content
19 nóv'19

María Kristín hlaut íslenskuverðlaun unga fólksins á degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur þann 16. nóvember sl.  María Kristín Magnúsdóttir, nemandi í 4. bekk hlaut af því tilefni verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í íslensku.  María Kristín er vakandi fyrir tungumálinu, kemur vel fyrir sig orði á nærgætinn og eftirtektarverðan hátt.  Hún sinnir öllu námi af kostgæfni, setur mikla vinnu í verkefni og…

Nánar
20 sep'19

Námskynningar í næstu viku

Námskynningar verða í næstu viku sem hér segir: 1., 2. og 6. bekkur verður með kynningu frá kl. 08:15 mánudaginn 23. september.  Boðið verðu uppá gæslu fyrir 1.-2. bekk í Úlfabyggð á meðan á námskynningum stendur.  Nemendur í 6. bekk mæta í skólann eftir fyrstu frímínútur.  Nemendur í öðrum bekkjum mæta í skólann skv. stundatöflu.…

Nánar
14 ágú'19

Skólasetning í grunnskólahluta Dalskóla 26. ágúst 2019

Skólasetning grunnskólahluta Dalskóla 26. ágúst kl. 15:30. Nú er allt kapp lagt á að ljúka við framkvæmdir áfanga 2, svo hefja megi skólastarf.  Innanhúsverktakar eru að flýta verklokum stórs hluta framkvæmdanna, skólastarfinu í hag.  Drjúgar eru þó innansleikjurnar.  Lóðaframkvæmd og frágangur bílastæða er að ganga vel, þó  flutningur Fram-húsanna hafi tafið verktaka nokkuð. Við erum…

Nánar
05 jún'19

Skólalok og nýtt skólaár í Dalskóla

Útskrift 10. bekkinga verður fimmtudaginn 6. júní.  Hátíðin hefst klukkan 18:00 og fer fram í forsalnum í Móa.  Foreldrar leggja til veitingar á kaffiborðið og skólinn býður uppá kaffi og gos.  Foreldrar nemenda í 10. bekk hafa fengið nánari upplýsingar varðandi það. Skólaslit 1.-9. bekkjar verður föstudaginn 7. júní klukkan 09:00 fyrir utan Móa.  Þann…

Nánar
03 maí'19

Skemmtileg vika að baki í Dalskóla

Fyrsta vikan eftir óvenju langt páskafrí er nú að klárast. Á mánudag fengu 2.-4. bekkur að hlusta á lúðrasveit Grafarvogs, sem kom í heimsókn til okkar í Dalskóla. Á mánudag og þriðjudag tóku nemendur í 6.-7. bekkur þátt í skapandi tónlistarmiðlun hjá Sigrúnu Griffiths, gestakennara.  Nemendur bjuggu til hljóðverk þar sem allir fengu tækifæri til…

Nánar
16 apr'19

Tökum flugið – smiðjulok í leikskólahluta

Síðastiðinn föstudag, þann 12. apríl sl. voru smiðjulok haldin í leikskólahlutanum.  Börnin sýndu þá afrakstur smiðjunnar „Tökum flugið“.    Í smiðjunni var m.a. unnið með sýninguna „Undur íslenskrar náttúr“ sem nú stendur yfir í Perlunni.  Útkoma vinnu barnanna var mjög fjölbreytt, allt frá stórum skúlptúrum upp í vegglistaverk.  Ánægjulegt var að sjá hversu margir foreldrar…

Nánar
12 apr'19

Tónleikar 5 ára barna í Hörpunni

Þriðjudaginn 9. apríl tóku elstu börn leikskólahlutans þátt í tónleikum í Hörpunni „Lífið er heimsins besta gotterí“.  Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Tónskóla Sigursveins og 33 leikskóla í Reykjavík. Sungin voru lög eftir Jóhann G. Jóhannsson. Börning geisluðu af sönggleði og hamingju, fremst á sviði í Eldborgarsal Hörpu, ásamt 360 öðrum börnum. Myndirnar sem fylgja fréttinni tók…

Nánar
12 apr'19

Páskadagar í Dalskóla

Páskafrí grunnskólabarna í Dalskóla hefst mánudaginn 15. apríl og er óvenju langt þetta árið vegna námsferðar starfsmanna Dalskóla til Brighton.  Börnin mæta aftur í skólann mánudaginn 29. apríl. Leikskólahluti Dalskóla verður opinn dagana 15. – 17. apríl en lokað verður í vikunni á eftir (23.-26. apríl). Frístundahlutinn verður opinn alla dagana, fyrir börn sem þangað…

Nánar
09 apr'19

Dýr og furðuverur frá Dalskóla á Kjarvalstöðum.

Í dag klukkan 17:00 verður sýningin „Dýr og furðuverur“ opnuð á Kjarvalstöðum.  Sýningin er hluti af Barnamenningarhátíð.  Við hvetjum alla til að mæta og sjá þessa flottu sýningu.  Sýningin verður opin til 14. apríl.  Vert er að taka það fram að þau sem vilja byrja á opnunarhátíðinni á Kjarvalstöðum, eru velkomnir á páskabingóið á eftir.

Nánar