Skip to content
21 okt'20

Vetrarleyfi grunnskólabarna 22.-26. október

Vetrarleyfi barna á grunnskólaaldri verður frá 22. – 26. okbóber.  Þá daga verður ekki kennsla í grunnskólahlutanum og Úlfabyggð verður lokuð.  Grunnskólabörn mæta aftur eftir vetrarfrí þriðjudaginn 27. október. Á föstudaginn 23. október verður starfsdagur í leikskólahlutanum.  Aðra daga verður leikskólahlutinn opinn.

Nánar
06 okt'20

Dalskóli fær tilnefningu til íslensku menntaverðlaunanna

Dalskóli hefur verið tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna Dalskóli fær tilnefninguna fyrir þróun þverfaglegrar skapandi kennsluhátta, meðal annars í svokölluðum smiðjum og starfsþróunarverkefni þar sem kennarar rannsaka eigið starf. Þetta er mikill heiður og lyftistöng fyrir skólann. Hér er linkur á frétt um tilnefningarnar.

Nánar
03 sep'20

Gengið á Úlfarsfell.

Gengið var á Úlfarsfellið í vikunni í blíðskaparveðri. Þegar heim var komið fengu allir pylsur sem snædd var við vinsælustu lög dagsins í dag. 

Nánar
01 sep'20

Skólasetning gekk vel.

Okkar óvenjulega skólasetning gekk vel og á það líka við um þennan fyrsta skóladag. Það voru mörg börn sem fengu sér hafragraut í upphafi dags og líkaði grauturinn vel. Hannes eldaði þrjá risa stóra bakka. Í hádeginu tóku börnin líka vel til matar síns. Á þessum tímum er það ljóst að foreldrar geta ekki heimsótt…

Nánar
20 ágú'20

Skólasetning Dalskóla mánudaginn 24. ágúst.

Skólasetning Dalskóla fer fram mánudaginn 24. ágúst kl 15.00.  Skólasetning fer fram innandyra í bekkjarstofum og án foreldra vegna Covid-19 og þeirra viðmiða sem skólar þurfa að fara eftir í því sambandi. Vegna Covid-19 verða engin heimaviðtöl þetta árið, eins og hefð er fyrir hjá Dalskóla.  Nýjir nemendur verða boðaðir ásamt einu foreldri til upplýsinga-…

Nánar
15 maí'20

Úlfaleikar í Dalskóla

Frábær skóladagur í dag þar sem nemendur fóru um skólann í aldursblönduðum hópum og leystu ýmsar þrautir.  Styrkleikar sem á reyndi voru af mörgum toga: léttir liðleikar, samtakamáttur, útsjónarsemi, samhæfing, liðsheild, kraftur, jafnvægi, minni, þekking, sköpun og áfram má telja. Myndir segja margt en þær fanga ekki nema að litlu leyti hinn einstaka Dalskólablæ.

Nánar
29 apr'20

Sumarfrístund í Úlfabyggð

Frístundaheimilið Úlfabyggð býður uppá skemmtilegt og fjölbreytt sumarfrístundastarf fyrir börn fædd 2010-2013. Sumarfrístund Úlfabyggðar stendur yfir frá 8. júní til 7. júlí og 6. til 21. ágúst.  Dagskrár hverrar viku er bundin ákveðnu þema.  Hreyfing, leikir, þrautir, sundferðir, vatnsblöðrustríð, föndur, ratleikir, vettvangsferðir, fjársjóðsleit og margt fleira verður í boði.  Nánari upplýsingar um dagsetningar, skráningu, verð…

Nánar
16 mar'20

Breyting á skólahaldi í Dalskóla

Hér að neðan má finna skipulag vegna breytinga á skólahaldi í Dalskóla næstu vikna vegna Covid-19. Íslenska – Foreldrapóstur vegna breytingar á skólahaldi Enska – Foreldrapóstur vegna breytingar á skólahaldi Polish – Foreldrapóstur vegna breytingar á skólahaldi

Nánar
14 mar'20

Starfsdagur mánudaginn 16. mars (english and polish below)

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars 2020 verði…

Nánar
19 feb'20

Heimsókn í Dalskóla

Í gærdag heimsótti John Morris, skólastjóri við Ardleigh Green, leik- og barnaskóla í Bretlandi Dalskóla.  John Morris og samstarfsfélagar hans hafa náð miklum árangri í leiðsagnarnámi.  Skólinn þeirra er nefndur fyrirmyndarskóli eða „Outstanding School“ og hafa þau hlotið margar viðurkenningar.  Morris var í Dalskóla allan daginn, fór í allar kennslustofur, fylgdist með kennslu víða, nam…

Nánar