Skip to content
18 des'20

Jólin, jólin, jólin koma brátt……

Þó ýmislegt hafi verið með öðru sniði þetta árið þá voru þó jólahurða skreytingarnar á sínum stað og ekki var metnaðurinn minni þetta árið.  Skemmtilega fjölbreytt. Myndirnar sem fylgja tók Viktor Freyr Arnarson, þökkum við honum kærlega fyrir.

Nánar
26 nóv'20

Dalskóli hlýtur íslensku menntaverðlaunin

Á föstudaginn í síðustu viku var tilkynnt um hvaða skóli, hvaða verkefni og hvaða kennari hlýtur íslensku menntaverðlaunin. Dalskóli er sá skóli sem fær verðlaunin fyrir eftirtektarvert og framúrskarandi þróunarstarf. Eitt verkefnið sem tekið var eftir eru smiðjurnar okkar þar sem samfélags- og náttúrugreinar eru samþættar við aðrar námsgreinar með áherslu á upplifun og örvun,…

Nánar
16 nóv'20

Dagur íslenskrar tungu – Íslenskuverðlaun unga fólksins

Í dag var þremur nemendum Dalskóla veitt íslenskuverðlaun unga fólksins. Undanfarin ár hafa þessi verðlaun verið afhent á hátíðlegum viðburði í Hörpu, en í ár voru verðlaunin afhent í skólanum.  Horft var á myndband með ávörpum Skúla Helgasonar formanns Skóla- og frístundaráðs, Mörtu Guðjónsdóttur formanns verkefnisins og Vigdísar Finnbogadóttur stofnanda og verndara verðlaunanna. Í ávarpi…

Nánar
21 okt'20

Vetrarleyfi grunnskólabarna 22.-26. október

Vetrarleyfi barna á grunnskólaaldri verður frá 22. – 26. okbóber.  Þá daga verður ekki kennsla í grunnskólahlutanum og Úlfabyggð verður lokuð.  Grunnskólabörn mæta aftur eftir vetrarfrí þriðjudaginn 27. október. Á föstudaginn 23. október verður starfsdagur í leikskólahlutanum.  Aðra daga verður leikskólahlutinn opinn.

Nánar
06 okt'20

Dalskóli fær tilnefningu til íslensku menntaverðlaunanna

Dalskóli hefur verið tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna Dalskóli fær tilnefninguna fyrir þróun þverfaglegrar skapandi kennsluhátta, meðal annars í svokölluðum smiðjum og starfsþróunarverkefni þar sem kennarar rannsaka eigið starf. Þetta er mikill heiður og lyftistöng fyrir skólann. Hér er linkur á frétt um tilnefningarnar.

Nánar
03 sep'20

Gengið á Úlfarsfell.

Gengið var á Úlfarsfellið í vikunni í blíðskaparveðri. Þegar heim var komið fengu allir pylsur sem snædd var við vinsælustu lög dagsins í dag. 

Nánar
01 sep'20

Skólasetning gekk vel.

Okkar óvenjulega skólasetning gekk vel og á það líka við um þennan fyrsta skóladag. Það voru mörg börn sem fengu sér hafragraut í upphafi dags og líkaði grauturinn vel. Hannes eldaði þrjá risa stóra bakka. Í hádeginu tóku börnin líka vel til matar síns. Á þessum tímum er það ljóst að foreldrar geta ekki heimsótt…

Nánar
20 ágú'20

Skólasetning Dalskóla mánudaginn 24. ágúst.

Skólasetning Dalskóla fer fram mánudaginn 24. ágúst kl 15.00.  Skólasetning fer fram innandyra í bekkjarstofum og án foreldra vegna Covid-19 og þeirra viðmiða sem skólar þurfa að fara eftir í því sambandi. Vegna Covid-19 verða engin heimaviðtöl þetta árið, eins og hefð er fyrir hjá Dalskóla.  Nýjir nemendur verða boðaðir ásamt einu foreldri til upplýsinga-…

Nánar
15 maí'20

Úlfaleikar í Dalskóla

Frábær skóladagur í dag þar sem nemendur fóru um skólann í aldursblönduðum hópum og leystu ýmsar þrautir.  Styrkleikar sem á reyndi voru af mörgum toga: léttir liðleikar, samtakamáttur, útsjónarsemi, samhæfing, liðsheild, kraftur, jafnvægi, minni, þekking, sköpun og áfram má telja. Myndir segja margt en þær fanga ekki nema að litlu leyti hinn einstaka Dalskólablæ.

Nánar
29 apr'20

Sumarfrístund í Úlfabyggð

Frístundaheimilið Úlfabyggð býður uppá skemmtilegt og fjölbreytt sumarfrístundastarf fyrir börn fædd 2010-2013. Sumarfrístund Úlfabyggðar stendur yfir frá 8. júní til 7. júlí og 6. til 21. ágúst.  Dagskrár hverrar viku er bundin ákveðnu þema.  Hreyfing, leikir, þrautir, sundferðir, vatnsblöðrustríð, föndur, ratleikir, vettvangsferðir, fjársjóðsleit og margt fleira verður í boði.  Nánari upplýsingar um dagsetningar, skráningu, verð…

Nánar