Skip to content
23 ágú'21

Skólasetning í dag kl. 15.00

Dalskóli verður settur í dag kl 15.00. Skólasetning verður ekki utandyra – vegna covid – foreldrar fengu þennan póst: Kæru foreldrar, okkur er ekki stætt á að safnast saman utandyra á skólasetningardaginn eins og við gerðum ráð fyrir, ástæðan eru samkomutakmarkanir Við munum eftir sem áður búast við öllum nemendum klukkan 15:00 og þau koma…

Nánar
09 jún'21

Skólaslit skólaársins 2020-2021

Skólaslit grunnskólaársins 2020-2021 í Dalskóla verða haldin utandyra þann 10. júní kl. 09:00. Á neðri hæðinni hafa verið teknir saman óskilamunir ársins.  Foreldrar eru kvattir til að yfir þá áður en haldið verður útí sumarið. Við viljum líka biðja nemendur í 1.-4. bekk að tæma hólf og snaga og nemendur í 5.-10. bekk að tæma…

Nánar
15 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 11.mars var Lokahátíð upplestrarkeppni 7. bekkinga í Árbæ og Grafarholti haldin í Árbæjarkirkju. Ingdís Una og Elfa voru fulltrúar Dalskóla. Þær stóðu sig með mikilli prýði og voru skólanum til sóma.

Nánar
18 des'20

Jólin, jólin, jólin koma brátt……

Þó ýmislegt hafi verið með öðru sniði þetta árið þá voru þó jólahurða skreytingarnar á sínum stað og ekki var metnaðurinn minni þetta árið.  Skemmtilega fjölbreytt. Myndirnar sem fylgja tók Viktor Freyr Arnarson, þökkum við honum kærlega fyrir.

Nánar
26 nóv'20

Dalskóli hlýtur íslensku menntaverðlaunin

Á föstudaginn í síðustu viku var tilkynnt um hvaða skóli, hvaða verkefni og hvaða kennari hlýtur íslensku menntaverðlaunin. Dalskóli er sá skóli sem fær verðlaunin fyrir eftirtektarvert og framúrskarandi þróunarstarf. Eitt verkefnið sem tekið var eftir eru smiðjurnar okkar þar sem samfélags- og náttúrugreinar eru samþættar við aðrar námsgreinar með áherslu á upplifun og örvun,…

Nánar
16 nóv'20

Dagur íslenskrar tungu – Íslenskuverðlaun unga fólksins

Í dag var þremur nemendum Dalskóla veitt íslenskuverðlaun unga fólksins. Undanfarin ár hafa þessi verðlaun verið afhent á hátíðlegum viðburði í Hörpu, en í ár voru verðlaunin afhent í skólanum.  Horft var á myndband með ávörpum Skúla Helgasonar formanns Skóla- og frístundaráðs, Mörtu Guðjónsdóttur formanns verkefnisins og Vigdísar Finnbogadóttur stofnanda og verndara verðlaunanna. Í ávarpi…

Nánar
21 okt'20

Vetrarleyfi grunnskólabarna 22.-26. október

Vetrarleyfi barna á grunnskólaaldri verður frá 22. – 26. okbóber.  Þá daga verður ekki kennsla í grunnskólahlutanum og Úlfabyggð verður lokuð.  Grunnskólabörn mæta aftur eftir vetrarfrí þriðjudaginn 27. október. Á föstudaginn 23. október verður starfsdagur í leikskólahlutanum.  Aðra daga verður leikskólahlutinn opinn.

Nánar
06 okt'20

Dalskóli fær tilnefningu til íslensku menntaverðlaunanna

Dalskóli hefur verið tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna Dalskóli fær tilnefninguna fyrir þróun þverfaglegrar skapandi kennsluhátta, meðal annars í svokölluðum smiðjum og starfsþróunarverkefni þar sem kennarar rannsaka eigið starf. Þetta er mikill heiður og lyftistöng fyrir skólann. Hér er linkur á frétt um tilnefningarnar.

Nánar
03 sep'20

Gengið á Úlfarsfell.

Gengið var á Úlfarsfellið í vikunni í blíðskaparveðri. Þegar heim var komið fengu allir pylsur sem snædd var við vinsælustu lög dagsins í dag. 

Nánar
01 sep'20

Skólasetning gekk vel.

Okkar óvenjulega skólasetning gekk vel og á það líka við um þennan fyrsta skóladag. Það voru mörg börn sem fengu sér hafragraut í upphafi dags og líkaði grauturinn vel. Hannes eldaði þrjá risa stóra bakka. Í hádeginu tóku börnin líka vel til matar síns. Á þessum tímum er það ljóst að foreldrar geta ekki heimsótt…

Nánar