Skip to content

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa

Við Dalskóla er starfandi náms- og starfsráðgjafi. Ráðgjöf og kennsla um námstækni er á forræði hennar. Náms- og starfsráðgjafi, vinnur með ýmis félagsleg mál nemenda og nemendahópa, setur mál einstaka nemenda í farveg ýmist innan skólans eða á nemendaverndarráðsfundum. Náms- og starfsráðgjafi vinnur með styrkleika og áhugasvið nemenda og er tengiliður við framhaldsskóla um yfirfærslu nemenda á milli skólastiga. Náms- og starfsráðgjafi tilheyrir stoðteymi skólans.

Stoðteymið hefur samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan og utan skólans, s.s. hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, lækna og vísar málum einstaklinga til þeirra í samráði við nemendur og foreldra.

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafans eru eftirfarandi:

  • að veita nemendum ráðgjöf og fræðslu um námsval og fræða þá um nám, störf og atvinnulíf, þessi þáttur fer mikið fram í lífsleiknitímum sem er hluta til tengdur smiðjuvinnu í Dalskóla
  • að leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi í samvinnu við kennara.
  • að veita nemendum ráðgjöf í einkamálum þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi
  • að kynna nýjum nemendum skólann og búa nemendur undir flutning milli skóla og skólastiga með skipulögðum kynningum.
  • að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum.
  • að sinna fyrirbyggjandi starfi, t.d. vörnum gegn einelti og ofbeldi í samstarfi við aðra starfsmenn skólans og utan hans, s.s. félagsmiðstöðvar, heilsugæslu og lögreglu.
  • að veita foreldrum ráð sem snúa að námi og hegðum barna þeirra.
  • sitja fundi Nemendaverndarráðs.
  • að hafa samband og samráð við sérfræðinga innan og utan skólans og vísa málum til þeirra eftir ástæðu.

Foreldrar geta hringt í skólasímann eða sent tölvupóst vilji þeir fá fund og ræða velferð barna sinna við stjórnendur skólans, kennara eða stoðteymið. Síminn er 4117860.