Skip to content

Námsmat

Námsviðtöl og vitnisburður

Í október eru námsviðtöl grunnskóla- og leikskólabarna en í lok janúar fá nemendur á grunnskólaaldri vitnisburðarblað sem fylgt er eftir með samtölum og fundum í einstaka tilviki. Á vitnisburðarblöðum kemur fram námsstaða nemandans ásamt leiðsögn um hvernig námsframvindu hans skal háttað til að ná settum markmiðum. Vitnisburður er gefinn um stöðu nemandans gagnvart einstökum námsmarkmiðum og þar kemur fram hvort hann þarfnist frekari þjálfunar, sé á góðri leið eða hafi náð námsmarkmiði. Nemendur fá einnig afhentan vitnisburð um námslega stöðu í lok skólaárs sem fylgt er eftir með námsviðtölum. Dalskóli starfar eftir hugmyndafræðinni um formlegt mat „fomative assessment“ sem hefur verið nefnt á Íslandi sem leiðsagnamat, en í slíku matskerfi skal nemendum, kennurum og foreldrum vera ljóst hvaða markmið hafa verið sett fyrir tímabilið. Hver kennslustund skal hafa markmið sem verið er að vinna með og eru viðmið markmiðsinsnemendum ljós. Þau fá endurgjöf jafnt og þétt og leiðbeiningar um hvar og hvað skal vinna með næst.  Dalskóli hefur flokkað íslensku, stærðfærði, íþróttir, lífsleikni, trúarbragðafræði, smiðjur (samfélagsfræði, náttúrufræði og vísindi) og listgreinar í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og allt mat er bundið þessum markmiðum. Nemendur eru ýmist metnir með formlegum prófum eða athugað á fjölbreyttan hátt hvort þeir hafi náð námsmarkmiðum.                                                                                                                   

Símat

Símat og leiðsagnarmat er á vinnu nemenda allan veturinn. Þá metur kennari færni nemandans í námi og starfi á fjölbreytilegan hátt. Áherslur í símati:

 • Verkefni og ritgerðir
 • Hvernig nemanda gengur að tileinka sér þekkingu og vinnulag
 • Vinnusemi, sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og samstarf
 • Kannanir, próf
 • Mat á hópavinnu og samvinnu
 • Sjálfsmat nemanda og jafningjamat

Kennari skráir jafn óðum allt mat sem fram fer en tekur niðurstöður saman í lok hvorrar annar. Þær niðurstöður eru lagðar til grundvallar því hvort nemandi hafi náð einstökum námsmarkmiðum. Foreldrar geta hvenær sem er óskað þess að hitta umsjónarkennara og fara yfir námsgengi.

Handraði

Nemendur safna hluta vinnu sinnar í safnmöppur svonefnda handraða í skólanum. Þessi verkefni eru nýtt til annars vegar nemendastýrðra námsviðtala með foreldrum og hins vegar í sjálfsmatsvinnu nemanda. Í handraðanum getur að líta vinnulag, áhugasvið og styrkleika nemandans.

Birtingarform námsmats barna á grunnskólaaldri

Á vitnisburðarblaði koma fram markmið hvers fags og í almennri umsögn kemur fram hverra þeirra markmiða nemandi hefur náð og hvaða markmiðum hann þarf að sinna áfram. Dalskóli er í samvinnu við Námfús (sambærilegt við mentor) um að skrá markmið með hverri námseiningu til þess að auðvelda einstaklingsmiðun og utanumhald námsframvindu hvers nemanda.

Markmiðið með þessu formi á námsmati er að tengja námsmat og námsmarkmið betur saman og aðlaga námsmat að sveigjanlegu skólastarfi.

Í vitnisburði í 1. - 6. bekk fá nemendur þrenns lags tákn í tengslum við markmiðin. Grænt táknar hefur náð markmiði, gul tákn þýðir á góðri leið og rautt tákn þýðir að nemandi þarfnast frekari þjálfunar.

Í unglingadeild nýtum við matskvarðana sem ætlaðir eru til lokamats úr grunnskóla: A, B+, B, C+, C

Til þess að ná A þarf nemandi að sýna framúrskarandi hæfni í þekkingar- og hæfniviðmiðum. Nemendur geta fylgst jafnóðum með námsframvindu sinni. Það er eðlilegt að hefja námsvetur með C í tilteknu markmiði ef það markmið er þes háttar að verið er að vinna með það yfir lengri tíma og nemandinn er að bæta sig jafnt í hæfni sinni að þá gæti hann endað með  B+ og í einhverjum tivikum A ef hann hefur náð markmiðinu vel þegar lokamat fer fram.

Mat á leiks og starfi barna á leikskólaaldri

Foreldrar barna á leikskólaaldri fá ekki vitnisburðarblöð í hendur. Hins vegar er í foreldraviðtölum farið yfir þá náms-, félags- og hegðunarþætti sem verið er að vinna með og hvernig markmiðum fram vindur. Oft eru mörg markmið sett í samvinnu við foreldra. Mikil áhersla er lögð á skráningar og ferilmöppur. Þegar barnið skiptir um skólastig eða fer yfir þröskuldinn og í 1. bekk fá þau afhentar möppurnar sínar til eignar. Dalskóli nýtir Hljóm 2 til greiningar á hljóðkerfisvitund barna og almennum þroska, íslenski þroskalistinn er gerður en hann metur mál og hreyfifærni 3ja – 6 ára barna. Við nýtum lista um sjálfsmynd og félagsfærni barna auk EFI-2 sem er málþroskaskimun fyrir 4ra ára börn.

Árlega sendum við út foreldrakannanir þar sem við spyrjum um ýmislegt er varðar starfið og líðan barna.

Samræmd próf

Í 4. og 7. bekk eru samræmd könnunarpróf í  september en í 9. bekk eru þau í mars. Niðurstöður eru yfirleitt komnar í hús í desember. Úrlausnir eru sendar heim með nemendum og eru ekki geymdar í skólanum. Undantekning var síðastliðinn  vetur þegar verið var að innlieða tölvutæknina. Þá áskildi menntamálastofnun sér þess að geyma úrlausnir barnanna. Skólinn sækir um, í samvinnu við foreldra, lengdan próftíma, aðlagaða aðstöðu eða önnur hjálpargögn eftir greindum þörfum barnsins, þó alltaf í samvinnu við foreldra.

Skimanir

Dalskóli hefur þróað áætlun um skimanir, það hefur verið gert í samvinnu við sérkennsluráðgjafa, þroskaþjálfa og kennsluráðgjafa þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts auk sérkennara og annarra starfsmanna Dalskóla. Lagðar eru fyrir skimanir og próf sem hafa þann tilgang að meta stöðu nemanda einstaklingslega og innan hóps í því augnamiði að mæta námslegum og félagsþörfum eins og frekast er unnt. Einstaklingspróf eru í sumum tilfellum lögð fyrir í framhaldi af skimunum og eru þau merkt sérstaklega. Í skólanum verða veturinn 2017-2018 tæplega 340 börn og reynslumiklir kennarar ásamt stuðningsfulltrúum, sérkennurum og þroskaþjálfa. Við erum með börn sem þurfa aðstoðar við og leitumst við að mæta þörfum þeirra í Dalskóla þar sem yfirsýn yfir allan nemendahópinn og þarfir hans eru mjög góðar. Við erum með einstaklings sérkennslu í undantekningum. Við sníðum litla hópa utan um nemendur sem eru að vinna með samskonar markmið. Innra mat. Skólinn skoðar með reglulegum hætti hvernig og hvort hann er að fylgja ásetningi sínum um skólastarfið í hvívetna. Þetta er gert með ýmiskonar mati. Til þess að meta og skima fyrir þroska og stöðu nýtum við nokkur próf og nokkrar aðferðir:

Hvað varðar börn á leikskólaaldri er þetta það sem er gert:

 • Þroskalisti sem byggður er á heimildum Portage Guide þroskamati, þroskahjóli, Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar, þroskalista Heilsugæslu höfuðborgarinnar og fl.Skemað fylgir börnunum áfram þannig að auðvelt er að fylgja eftir framförum og færni sem þarf að ýta undir.

 

 • Sjálfsmynd og félagsfærnipróf hjá 1-6 ára börnum en hluti starfsfólk tók listann og mat færni barna. Yngstu börnin voru öll metin eftir viðmiðum þessa lista og ætlunin er að fylgja honum hér eftir fyrir hvert barn. Niðurstöður sýndar og ræddar í foreldraviðtölum og gerðar áætlanir í samvinnu við foreldra um þá þætti sem þarf að bæta eða að vinna sérstaklega með.
 • Hljóm 2 hjá 5 ára börnum var lagt fyrir í ár eins og áður Hljóm-2 kom frekar illa út í haust en 6 af 28 komu út með mjög slaka eða slaka færni. Af 28 börnum eru 2 stúlkur tvítyngdar og tóku ekki prófið. Í vor voru 2 nemendur af 28 með slaka færni.
 • Matslisti varðandi líðan og verkefni var lagður fyrir 4-6 ára börn sem tengist daglegu starfi barnanna, listinn var þróaður í Dalskóla. Matlisti barnanna sem lagður var fyrir elstu börnin, þau sem fara í fyrsta bekk í haust var ítarlegri. Spurningarlistinn var lengri og spurt var út í samstarfið við 1. bekk á síðasta vetri og líðan þeirra og væntingar gagnvart skólaskilunum sem í hönd fara að hausti.
 • Teymis- mats- og skilafundir vegna einstakra barna, þessa fundi sitja eftir atvikum sálfræðingar, talmeinafræðingar greiningastöðvar, kennsluráðgjafar. Slíkir fundir hafa mikið að segja um innra mat og þróun á starfsumhverfi einstakra barna, deilda og starfsmanna.
 • Dalskólaforeldrakannanir framkvæmdar sem hluti innra mats sem eru nýttar á kennslufræðilegum grunni.
 • Smiðjulok.
 • Reglulegar skráningar á starfi og þroska barna, safnað saman í ferilmöppur sem nýttar eru í foreldraviðtölum.

 

Hvað varðar börn á grunnskólaaldri eru þetta matsþættir:

 • Læsiskimun - læsi í 2. bekk
 • Leið til læsis í 1. bekk og hljóðfærni í 1. bekk
 • Talnalykill í 3. bekk
 • Harðapróf í lestri 3x á vetri
 • Námsviðtöl 3x á ári
 • Smiðjulok
 • Dalskólaforeldrakannanir um sérstakt Dalskólastarf
 • Teymisfundir vegna einstakra barna
 • Tengslakanninr
 • Lesskilning og hraðapróf í lestri í gegnum PALS