Úlfabyggð
Dalskóli sér um rekstur á öllu frístundastarfi skólans í samvinnu við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Ragnheiður Erna Kjartansdóttir forstöðumaður er Nokkrir starfsmenn sinna svokölluðum blönduðum störfum, þ.e. stuðningsfulltrúa- og frístundastarfi. Það þýðir að hluta dagsins sinna þeir stuðningi við einstaka börn eða litla hópa í skólastarfinu og eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur þá sinna þeir frístundastarfinu í Úlfabyggð.
Markmið frístundastarfs
Í öllu frístundastarfi innan Dalskóla er unnið að ákveðnum markmiðum:
- Að vinna með félagsumhverfi barnanna.
- Að vinna með lýðræði.
- Að stuðla að aukinni félagsfærni í gegnum leik og starf.
- Að efla tilfinninga-, náttúru- og umhverfislæsi.
- Að efla sjálfstæði barna og kenna þeim að taka ábyrgð á sjálfum sér.
- Að efla sjálfsmynd, sjálfstraust og sjálfvirðingu barna.
- Að öll börn tilheyri hóp.
- Að efla virkni og þátttöku.
- Að bjóða upp á fjölbreytt frístundastarf þar sem að allir geta fundið sér eitthvað við hæfi og nýtt sér það á uppbyggilegan og jákvæðan hátt.
Samþætt skóla- & frístundastarf – Frístundaheimilið Úlfabyggð
Í Dalskóla er frístundastarf samþætt almennu skólastarfi grunnskólabarna í 1.-4. bekk sem nemur fimm tímum (rúmlega þremur klst.) inn í stundatöflu þeirra og fer frístundastarfið fram í Úlfabyggð (frístundaheimili). Hefðbundið gjaldskylt frístundastarf í Úlfabyggð hefst kl. 13:30 hjá 1. bekk og kl. 14:00 hjá 2.-4. bekk.
Börnin af elstu deild leikskólahlutans koma inn í frístundastarfið í Úlfabyggð einu sinni til tvisvar sinnum í viku yfir vetrartímann. Þetta er hluti af samþættingunni og til að brúa bilið á milli skólastiga – að byrja í Úlfabyggð að hausti fyrir fyrstu bekkinga verður lítið mál því að börnin eru búin að fá góða aðlögun veturinn á undan.
Markmiðin með þessari samþættingu eru:
- Frístundastarfsmenn taka þátt í mótun starfsmenningar skólans og starfshátta hans.
- Frístundastarfsmenn starfa allan daginn og sinna fleiri störfum en frístundastarfi og fá þ.a.l. fleiri sjónarhorn á styrkleika barnanna.
- Almennir kennarar og frístundastarfsmenn fá með formlegum hætti tækifæri til samvinnu.
- Frístundastarfið er hluti af skólastarfinu og rými og gögn tilheyra jafnt öllum starfsþáttum skólans.
- Að brjóta upp hið hefðbundna skólastarf og veita börnunum góða „loftun“ á miðjum skóladegi.
Starfshættir frístundaheimilisins Úlfabyggðar eru þeir sömu og hjá frístundaheimilum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og unnið er að sömu markmiðum.
Gerð er dagskrá fyrir hvern mánuð þar sem klúbba- og smiðjustarf er tekið fram ásamt öðrum dagskrárliðum og upplýsingum.
Mikið er lagt upp úr smiðjustarfi í Úlfabyggð en því er þannig háttað að hver og einn starfsmaður heldur utan um og stýrir einni smiðju í fjögur til sex skipti, einu sinni í viku. Þema og viðfangsefni hverrar smiðju er í höndum þess starfsmanns sem stýrir smiðjunni. Þegar börnin hafa skráð sig í smiðjur þá er lögð mikil áhersla á að þegar börnin hafa skráð sig í smiðju að þá eru þau búin að skuldbinda sig til þátttöku í þau skipti sem smiðjan er haldin. Með þessu erum við að kenna þeim að bera ábyrgð. Einnig er lögð mikil áhersla á að starfsmenn setji upp markmið fyrir hverja smiðju og taki fram hver rauði þráðurinn á að vera í gegnum smiðjuna.
Dæmi um smiðjur síðustu árin eru Vísindasmiðja, Skuggaleikhússmiðja, Rokksmiðja og Jógasmiðja.
Frjálsi leikurinn og útiveran er alltaf á sínum stað þar sem boðið er upp á fjölbreytt viðfangsefni og leiksvæði. Nokkrum sinnum í mánuði eru útismiðjur í boði og þá er farið í hina ýmsa útileiki, vettvangsferðir, göngu- og hjólaferðir og síðan er útieldunin alltaf jafn vinsæl.
Unnið er með barnalýðræði á þann hátt að börnin fá tækifæri til að hafa áhrif á starfið með því að setja hugmyndir sínar að smiðjum, reglum, leikföngum, viðfangsefnum og annað tengt Úlfabyggð, í hugmyndakassa. Hugmyndakassinn er síðan opnaður annaðhvort á fundi frístundastarfsmanna eða með barnahópi og þar er unnið úr hugmyndunum. Hugmyndakassinn er ekki einungis vettvangur barnanna til að segja sína skoðun og að hafa áhrif – við hlustum er á raddir barnanna hvar sem er og hvenær sem er.
Frístundastarf fyrir 10-12 ára börn – Tíu12
Tíu12 starfið er í boði fyrir börn í 5.-7. bekk og fer það fram seinnipart dags einu sinni í viku.
Tíu12-ráð er starfandi allan veturinn og í ráðinu eru tvö börn úr hverjum árgangi. Hlutverk ráðsins er að hvetja til þátttöku, vinna með hugmyndir barnanna úr hugmyndakassanum, búa til auglýsingar fyrir viðburði, vera talsmenn 5.-7. bekkinga í Dalskóla og sitja fund með forstöðumanni frístunda tvisvar sinnum í mánuði.Hlutverk Tíu12 ráðsins er hvetja alla til þátttöku, búa til auglýsingar fyrir viðburði, vera talsmenn 5.-7. bekkinga og sitja fundi með Röggu á tveggja vikna fresti.Hlutverk Tíu12 ráðsins er hvetja alla til þátttöku, búa til auglýsingar fyrir viðburði, vera talsmenn 5.-7. bekkinga og sitja fundi með Röggu á tveggja vikna fresti. Á þriggja mánaða fresti er skipt um meðlimi innan ráðsins svo að sem flestir hafa möguleika á að taka þátt.
Dagskrá fyrir hvern mánuð er gerð í samráði við Tíu12 ráðið og er hún hengd upp í skólastofunum. Einnig er virkur facebook-hópur sem að forstöðumaður stjórnar og þar koma allar upplýsingar fram um starfið. Þessi hópur er ætlaður foreldrum barnanna í 5.-7. bekk.
Félagsmiðstöðvastarf fyrir 13-16 ára
Frístundamiðstöðin Ársel sem rekur félagsmiðstöðin Fókus í Grafarholti þjónustar unglingana í Úlfarsárdalnum. Þar fer fram faglegt félagsmiðstöðvastarf tvö til þrjú kvöld í viku en einnig er opið alla daga frá kl. 12:30-16:00.
Allar nánari upplýsingar um félagsmiðstöðvastarfið í Fókus má finna á heimasíðu Ársels, www.arsel.is/fokus.

Allir á heimavelli
Tíu12
Í Dalskóla er rekið frístundastarf fyrir börnin í 5. & 6. bekk einu sinni í viku. Starfið kallast Tíu12. Börnin koma mikið að skipulagningu þessa starfs í samvinnu við frístundastarfsmenn. Starfsmenn munu í samvinnu við börnin tengjast starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Fókus í Grafarholti eftir áhuga og atvikum.
Ragnheiður Erna (Ragga) forstöðumaður frístunda hefur yfirumsjón með Tíu12 starfinu.