Nemendafélag Dalskóla
Almennar upplýsingar
Nemendafélag Dalskóla (NFDS) skólaárið 2018-2019 er skipað 8 nemendum.
Nemendaráð fundar reglulega. Hlutverk NFDS er að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nemendafélagið kemur meðal annars að jafnréttismálum, matarmálum, húsnæði, umhverfismálum og öðru sem viðkemur málefnum nemendum skólans.
Lög nemendafélags Dalskóla
- gr.
Félagið heitir Nemendafélag Dalskóla og er skammstafað NFDS.
- gr.
Aðsetur NFDS skal vera í Dalskóla
- gr.
Hlutverk nemendaráðs er að vinna að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda.
- gr.
Tilgangur félagsins er að halda uppi félagsstarfi í skólanum, efla félagslegan áhuga nemenda og standa vörð um hagsmuni og velferð allra nemenda skólans.
- gr.
Í nemendaráði eru átta fulltrúar og skipast þannig: formaður, varaformaður, og 6 meðstjórnendur. Kjörgengir eru þeir sem eru í NFDS. Formaður skal vera úr 10. bekk og varaformaður úr 9. eða 10 bekk. Í stjórn skal einnig skipa að minnsta kosti einn úr 8. eða 9. bekk.
- gr.
Nemendaráð skipar sjálft ritara á hverjum fundi.
- gr.
Fulltrúar í nemendaráði skulu vera öðrum nemendum skólans jákvæð og uppbyggileg fyrirmynd, jafnt innan skóla sem utan.
- gr.
Nemendaráð kemur að jafnaði saman til fundar fjórum sinnum í mánuði . Fulltrúar bera upp mál til umfjöllunar. Einfaldur meirihluti nægir til þess að samþykkja mál innan nemendaráðs.
- gr.
Nemendaráð getur stofnsett nefndir til að annast ákveðin verkefni, t.d. ritnefnd, árshátíðarnefnd, skreytinganefnd og geta allir nemendur í 8-10.bekk gefið kost á sér í nefndir.
Formaður hverrar nefndar skal vera valinn af nemendaráði og vera í því.
- gr.
Nemendaráð er tengiliður nemenda við skólayfirvöld og hefur yfirumsjón með félagsstarfi við skólann. Nemendur geta talað við fulltrúa í nemendaráði til að koma málum á framfæri við skólastjórnendur eða skólaráð.
- gr.
Endurskoða skal þessi lög í upphafi hvers skólaárs.
Fréttir úr starfi
Sumarlokun leikskólahlutans og Úlfabyggðar verður frá og með 12. júlí 2023 til og með 9. ágúst 2023.
Nánar