Þeir nemendur sem fóru í tíma til Eddu myndmenntakennara í morgun bjuggu sér til flotta óskasteina. Á næstu vikum munu börnin vinna áfram að steinaþemanu okkar en afraksturinn má sjá á vígslu skólans laugardaginn 2. október kl.11.00.

Elstu börn leikskólans borðuðu í fyrsta sinn í skólanum í dag ásamt grunnskólabörnunum. Það var því mikið um að vera í hádeginu þegar um 50 börn og fullorðnir borðuðu dýrindis hakkabuff ásamt brúnni sósu og fersku grænmeti sem Örn kokkur framreiddi.

Í frístundinni hófu nokkrir duglegir krakkar vinnu að fréttablaði. Þar ætla þau að taka viðtöl við nemendur og starfsfólk, birta myndir, segja brandara og fleira. Fréttablaðið verður svo prentað í nokkrum eintökum og að sjálfsögðu birt á heimasíðunnu.

Athygli er vakin á því að nú eru stundatöflur grunn- og leikskólans aðgengilegar á heimasíðu Dalskóla. Hægt er að nálgast þær hér að ofan undir hverjum bekk eða deild fyrir sig.

Prenta | Netfang