Það er mikið um að vera í nýja skólanum okkar, Dalskóla, í Úlfarsárdal. Iðnaðarmenn eru á fullu að taka síðustu handtökin að skólabyggingunni og skólalóðinni. Það er ljóst að skólinn verður að mestu tilbúinn þegar grunnskólabörnin mæta í fyrsta sinn í skólann mánudaginn 23. ágúst. Það gæti þó verið eitt og annað eftir að gera en við munum að sjálfsögðu öll hjálpast að við að standsetja skólann.

Í byrjun september er áætlað að leikskólabörnin mæti til leiks en formleg skólasetning Dalskóla verður laugardaginn 2. október. Þá ætlum við að bjóða öllum að mæta í skólann, svo sem foreldrum, systkinum, öfum og ömmum, nágrönnum okkar og öllum í hverfinu.

Athugið að síðan er í vinnslu. Unnið er hörðum höndum að því að uppfæra efni og koma inn frekari upplýsingum um skólann.

Prenta | Netfang