Sumarfrístund - Vatnavika

Vatnavika 190Vatnavikan stóð alveg undir nafni þar sem það rigndi vel á okkur en því fylgdu samt sem áður mörg skemmtileg ævintýri. Í þessari viku voru 19 hressir drengir sem sigruðu „wipeout“ brautina í Lágafellslauginni, könnuðu strauminn í Elliðaránni, veiddu skrítna fiska í Reykjavíkurhöfn og böðuðu sig í Nauthólsvíkinni. Vikan endaði svo vel blaut eftir hið vinsæla vatnsbyssustríð. Við höfum bætt við myndum hér á síðunni frá þessari viku. Við óskum ykkur góðs sumarfrís og hlökkum til að sjá ykkur aftur hress og kát þann 5. Ágúst Smile
5. – 8. ágúst: Bland í poka vika
11. – 15. Ágúst: Hverfavika
Skráning fer fram inn á Rafrænni Reykjavík (https://rafraen.reykjavik.is).

Prenta | Netfang

Sumarfrístund - Íþróttavika

IMG 4608

Vikan heppnaðist ótrúlega vel þar sem krakkarnir stóðu sig með prýði í hinum ólíkustu íþróttum og útivist. Við þurftum að breyta aðeins útaf planinu og slepptum því að fara upp á Úlfarsfellið en í staðinn fórum við í ævintýralega ferð í skóginn þar sem klifrað var í trjám og það reyndi á hinn mannlega áttavita okkar. Veðrið lék svo við okkur í hjólaferðinni upp að Reynisvatni þar sem heilu fjölskyldurnar af sílum voru veiddar en þeim var svo sleppt í lok ferðarinnar. Við þökkum fyrir þessa frábæru viku og vonum að þið njótið myndanna sem við höfum bætt í myndasafnið hér á síðunni.

Prenta | Netfang

Líf og fjör í sumarfrístund

Listavika 16.-20. juní 111

Það er búið að vera líf og fjör í sumarfrístund síðustu dagana og við erum búin að bralla ýmislegt. Í síðustu viku var Listavika og þá var m.a. Listaklúbbur þar sem ýmis listaverk voru búin til í smíðastofunni, það var farið í fjöruferð og útilistaverk skoðuð í Grafarvoginum. Árbæjarsafnið var svo heimsótt í lok vikunnar. Svo var að sjálfsögðu líka farið í sund í vikunni.

Núna er íþróttavika í gangi. Á mánudaginn var æsispennandi brennómót á battavellinum og í gær fórum við í heimsókn í TBR þar sem að við fengum að prófa badminton. Það var ótrúlega skemmtilegt og margir sem að fundu sig vel með badmintonspaðann. Síðan var rölt í Laugardalslaugina og svamlað í sundi. Í dag ætlum við að búa til allskyns fána og fara svo í fánagöngu upp á Úlfarsfellið okkar. Á morgun verður haldið íþróttamót sem endar með sundferð í Grafarvogslaugina. Vikunni líkur svo á hjólaferð upp að Reynisvatni þar sem að við ætlum að grilla og hafa það gaman.

Hin vinsæla Vatnavika verður í næstu viku. Farið verður í Nauthólsvík, Elliðaárdalurinn verður heimsóttur þar sem að við munum grilla, búnar verða til veiðistangir og dorgað, farið verður í Mosfellssveitina og deginum eytt þar með allskyns fjöri og sundferð. Vikan endar síðan með „vatnsstríði“ en þá mega krakkarnir koma með vatnsbyssur og vatnsblöðrur að heiman.

Við erum búin að dæla inn myndum frá síðustu dögum hér inn. Farið í Myndasafnið hér að ofan og kíkið á myndirnar.

Það eru ennþá laus pláss í Vatnavikunni og sömuleiðis í Bland í poka-vikunni og Hverfavikunni. Skráning fer fram inni á Rafrænni Reykjavík. (https://rafraen.reykjavik.is).

 

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...