SUMARFRÍSTUND ÚLFABYGGÐAR 2015

Frístundaheimilið Úlfabyggð í Dalskóla býður upp á skemmtilega og fjölbreytta sumarfrístund fyrir börn fædd 2005-2008. Tveimur vikum fyrir skólasetningu er börnum fædd árið 2009 sem eru að fara í 1. bekk í Dalskóla boðin þátttaka. Sumarfrístund Úlfabyggðar stendur yfir frá og með 15. júní og til 3. júlí. Engin sumarfrístund er í boði í sumarlokun Dalskóla (6. júlí-3. ágúst) en frá og með 4. ágúst og til 14. ágúst verður sumarfrístund í boði og þá verður börnum fædd 2009 (tilvonandi 1. bekkingum í Dalskóla) boðin þátttaka.

Skipulögð dagskrá er frá kl. 9:00-16:00. Boðið er upp á viðbótarvistun á milli kl. 8:00 og 9:00 og/eða á milli kl. 16:00 og 17:00. Greiða þarf aukalega fryrir viðbótarvistun.

Boðið er upp á sumarfrístund með ávaxtastund, hádegismat og síðdegishressingu gegn gjaldi. Þegar skráning fer fram geta foreldrar valið um það hvort að þau vilji að barnið sitt fái mat í sumarfrístundinni eða taki nesti með sér að heiman.

Sömu starfsmenn munu halda utan um sumarfrístund Úlfabyggðar og starfa í frístundastarfinu yfir vetrartímann. Dagskrá hverrar viku er bundin ákveðnu þema sem starfsmenn hafa ákveðið.

15.-19. júní: ÆVINTÝRAVIKA

22.-26. júní: VATNAVIKA

29. júní - 3. júlí: LISTA- & MENNINGAVIKA

6. júlí - 3. ágúst: Lokað vegna sumarleyfa

4.-7. ágúst: ÍÞRÓTTAVIKA

10.-14. ágúst: BLAND Í POKA VIKA

Prenta | Netfang