Skólaviðmið – skólareglur  í Dalskóla

Í hverjum grunnskóla skal setja skólareglur sem skylt er að fara eftir. Skólareglur eiga að vera skýrar og afdráttarlausar og í samræmi við grunnskólalög. Í Dalskóla notum við hugtakið skólaviðmið þegar við eigum við skólareglur. Það hugtak fellur vel að hlutverki okkar sem uppalendur og leiðbeinendur, þegar hugtakið viðmið er notað er leitast við að draga upp þá mynd sem við viljum sjá, fremur en að setja fram hið gagnstæða. Nemendur gera mistök og við leitumst við, í samvinnu við foreldra, að leiðrétta óæskilega hegðun og leiðbeina barni til þess að velja farsæla hegðun. Ef barn brýtur alvarlega gegn viðurkenndum siðgildum er brugðist við því (sjá næsta kafla um viðbrögð við brotum á skólaviðmiðum – skólareglum).

Skólaviðmið eru kynnt börnum og foreldrum á haustin í heimaviðtölum hjá grunnskólabörnum og við upphaf leikskólastarfs að loknu sumarfríi.  

Skólaviðmið/skólareglur í Dalskóla:

 • Mætum stundvíslega í skólann. Foreldrar / forráðamenn /starfsmenn tilkynna veikindi eins fljótt og kostur er í síma 411-7860.  Tilkynna þarf veikindi daglega.
 • Komum fram af kurteisi og sýnum tillitssemi í samskiptum við alla í skólanum, einnig í rafrænum samskiptum og netnotkun.
 • Göngum vel um bæði úti og inni og förum vel með eigur skólans, eigin eigur og annarra. Nemendur bera ábyrgð á því tjóni sem þeir kunna að valda á eigum skólans, starfsmanna eða annarra nemenda.
 • Geymum hjól og hlaupahjól við hjólagrindur á skólatíma. Ekki er leyfilegt að vera á hlaupahjóli, hjólaskautum, hjólabretti eða reiðhjóli á afgirtu skólalóðinni á skólatíma. Hlaupahjól, hjólaskautar og hjólabretti eru leyfð á stéttum milli Dalskólabyggingarinnar og Hlíðarinnar ef hjálmur er notaður. Reiðhjól ekki leyfð vegna slysahættu.
 • Berum sjálf ábyrgð á þeim fjármunum eða verðmætum sem við komum með í skólann. Skólinn tekur ekki ábyrgð á persónulegum munum né fjármunum.
 • Höfum slökkt á farsímum í kennslustundum og skulu símar ekki vera sýnilegir, hvorki innan dyra né í frímínútum, frístund og íþrótta- og sundrútu.
 • Nemendur geta hringt úr eigin farsímum eftir skóla og í lok frístundar en alltaf með vitund og leyfi starfsmanna.
 • Sinnum námi okkar og störfum af alúð og ákefð.
 • Ástundum holla lífshætti og æfum heilbrigðar lífsvenjur

Umsjónarkennarar setja frekari viðmið um umgengni og almenn samskipti í samráði við nemendur sína og nemendur semja sína eigin bekkjarsáttmála.

Skólinn starfar eftir hugmyndafræði um jákvæðan aga.

Nemendum er uppálagt að fara eftir skólaviðmiðum og hlíta þeim fyrirmælum starfsfólks sem skólaviðmið styðja á meðan þeir dvelja í skólanum, í öllu starfi á vegum skólans og í skólabifreiðum. Dalskóli leggur áherslu á að örva sjálfstæða og gagnrýna hugsun. Litið er á nemendur sem sjálfstæða einstaklinga sem hafa ákveðin réttindi en jafnframt skyldur og ábyrgð.

Hér má finna mynd af skólaviðmiðum Dalskóla.

Brot á skólaviðmiðum - skólareglum

Komu upp vandamál vegna hegðunar og/ eða ástundunar nemanda eru þau leyst í samvinnu við nemendur og foreldra. Ef ekki tekst að leysa vandann þannig, leita kennarar eftir aðstoð hjá skólastjórn og ráðgjöfum skólans og athugað af havða rót vandinn er runninn.

Brjóti nemandi skólareglur sjal honum gefinn kostur á að tjá sig á fundi með foreldrum og kennara og leitað er leiða til þess að taka upp bætta hegðun.

Brjóti nemandi ítrekað skólareglur boðar skólastjóri til fundar með forledrum, nemanda og kennara og öllum gerð grein fyrir því óefni sem hegðun nemandans er komin í og nemandi þarf samvinnu við skólann og foreldra að velja nýjar leiðir og sýna með breyttri hegðun að hann er fær um að fara að skólareglum.

Ef nemandi brýtur af sér með alvarlegu ofbeldi er skólastjóra heimilt skv. 14. gr. laga nr. 91/2008 að víkja nemanda úr skóla tímabundið í allt að þrjá daga.

Ef ekki reynist unnt að leysa vandann innan skólans er leitað annarra leiða í samvinnu við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Barnavernd Raeykjavíkur.

Skólinn hefur innleitt jákvæðan aga. Sú uppeldis- og agastefna gengur út á að minni háttar mistök nemanda ( sem ekki snerta ofbeldi) eru leyst á bekkjarfundum og samráðsfundum. Nemendur vinna lausnarmiðað að því að einstaklingar leiti nýrra leiða í samskiptum og skólafærni.

Ferill vegna ofbeldis

1.-4.bekkur

Ef barn beitir ofbeldi:

 1. Barnið tekið úr aðstæðum og gefið tækifæri til að jafna sig

 2. Málið rætt við barnið, farið yfir málavexti og byggt upp traust

 3. Lausnarfundur með öllum málsaðilum ef þarf

 4. Foreldrar látnir vita

Sé ofbeldið ítrekað:

Foreldrar boðaðir á fund með umsjónarkennara og skólastjóra eftir alvarleika. Þar eru ákveðin viðbrögð við áframhaldandi sömu hegðun. Það getur verið:

 • Senda heim – ef barn nær ekki að róa sig, og eftir alvarleika, eftirfylgnifundur daginn eftir

 • Missa frímínútur

 • Hafa foreldra með í skóla

 • Vísa til þjónustumiðstöðvar

 • Foreldranámskeið fyrir foreldra

 • Reiðistjórnunarnámskeið fyrir börn eða önnur styðjandi námskeið

 • Úrræði utan skóla

Ef barn beitir ógnandi hegðun (andlegt ofbeldi):

 1. Barnið tekið úr aðstæðum og gefið tækifæri til að jafna sig

 2. Málið rætt við barnið, farið yfir málavexti og mistök leiðrétt og byggt upp traust

 3. Lausnarfundur með öllum málsaðilum ef þarf

 4. Foreldrar látnir vita

Sé ógnandi hegðun beitt ítrekað:

Foreldrar boðaðir á fund með umsjónarkennara og skólastjóra eftir alvarleika. Þar eru ákveðin viðbrögð við áframhaldandi sömu hegðun. Það getur verið:

 • Senda heim

 • Hafa foreldra með í skóla

 • Vísa til þjónustumiðstöðvar

 • Foreldranámskeið fyrir foreldra

 • Reiðistjórnunarnámskeið fyrir börn eða önnur styðjandi úrræði

 • Úrræði utan skóla

Skilgreining á ofbeldi

Skilgreining á ógnandi hegðun

 

Brot á skólaviðmiði um símanotkun

Ef sími er í notkun á skólatíma án leyfis, og ekki hefur verið farið að fyrirmælum, skal:

1.       taka þann síma til handargagns –

2.       skrá málið þ.e. senda tilkynningu heim um að síminn hafi verið tekinn.

3.       Fara með hann á kennarastofuna og afhenda hann í lok dags.

4.       Ef nemandi fer ekki að fyrirmælum og afhendir ekki símann, þá skal hringja í foreldra samdægurs og tilkynna atburðinn og óska þess að barnið sé ekki með síma í skólanum þar sem það ráði engan veginn við það.

5.       Ef nemandi sýnir dónaskap og virðingarleysi (sbr. lið 4) skal boða til foreldrafundar næsta morgun.

Í 6. og 7. bekk er nemendum boðið upp á að afhenda símann sinn að morgni dags í þar til gerðan læstan talnaskáp svo koma megi  í veg fyrir að síminn sé til truflunar. Of margir á þessum aldri gengur það nógu vel að geyma símann í töskunni. Kennarar geta alltaf gert undantekningar á þessu þjóni það náminu eða stundinni. 

 

Skólasóknarviðmið fyrir grunnskólanemendur.

Nemendur og foreldrar fá upplýsingar um ef skólasókn og ástundun er ábótavant. Ábótavant telst ef nemandi kemur meira en 10 mínútur of seint án skýringa sex sinnum í mánuði. Upplýsingar eru sendar heim með símtali frá umsjónarkennara þar sem óskað er skýringa og leitað leiða til nemandi mæti til skóla á réttum tíma.

Umsjónakennari hefur forgöngu um lausn á vanda vegna skólasóknar og ástundunar og agabrota í samvinnu við nemenda og foreldra/forráðamenn. Ef ekki tekst að leysa vandann er málinu vísað til nemendaverndarráðs og skólastjórnar með vitund foreldra.

Ekki er gefin sérstök skólasóknareinkunn í Dalskóla í 1.-4. bekk. Litið er á að það sé á ábyrgð foreldra að barn þeirra sæki skóla og á réttum tíma eins og lög gera ráð fyrir. Haldið er utan um skólasókn nemenda í Námfús og fá foreldrar tvisvar í mánuði (1. og 16. hvers mánaðar) senda ástundun úr Námfús.

 Skólasóknarreglur fyrir nemendur í 6.-10. bekk

Aðstoð við nemendur með slaka skólasókn

Ef skólasókn nemanda er afleit eftir að foreldrum hefur verið tilkynnt um að gera bragarbót á skólasókn síns barns og ekki verður framfara vart þrátt fyrir aðkomu skólastjórnenda og nemendaverndarráðs verður málum viðkomandi foreldra/barns vísað til þjónustumiðstöðvar, og ef ekki leysist úr þá til fræðsluyfirvalda borgarinnar og Barnaverndar Reykjavíkur og foreldrum tilkynnt um slíka málsmeðferð.

Tilgangur fundanna er að leiðbeina og aðstoða foreldra og nemendur í að bæta skólasókn nemandans.

Prenta | Netfang