Skip to content

Nýir Dalskóla nemendur

 

Í Dalskóla er lögð áhersla á að taka vel á móti nýjum nemendum. Mikilvægt er að nemandinn og fjölskylda hans upplifi sig velkomin í skólann og fái jákvæða mynd af skólanum strax í upphafi.

Nemendur í 1.bekk
Nemendur sem hefja nám í 1.bekk að hausti hafa flestir verið í leikskóladeild Dalskóla. Það er mikið og gott samstarf á milli leikskólahluta Dalskóla, yngsta stigs grunnskóla og frístundaheimilis og er það samstarf í gangi yfir allan veturinn.

Vorið áður en börn hefja nám í 1.bekk fá þeir boð um heimsókn í sérstakan vorskóla. Þar hitta börnin tilvonandi kennara sína og nýja bekkjarfélaga sem koma úr öðrum leikskólum. Börnin fá að vinna verkefni saman og á meðan fá foreldrar kynningu á starfi skólans og frístundaheimili.
Þegar nemendur hefja nám í 1.bekk, en eru ekki að koma úr leikskólahluta Dalskóla, vísast til móttöku nýrra nemenda í 2.-10.bekk. Huga þarf sérstaklega að félagslegum tengslum þeirra nemenda.

Ef þú átt barn sem er að byrja í 1.bekk í Dalskóla í haust og er ekki í leikskólahluta Dalskóla settu þig þá í samband við deildarstjóra yngsta stigs, Auði Valdimarsdóttir audur.valdimarsdottir@rvkskolar.is

Nemendur í 2.-10.bekk
Foreldrar sem skrá nemendur í skólann í þessa árganga eiga að fá góða kynningu um skólann.
Sótt er um skólavist inn á Rafræn Reykjavík.
Ritari tekur við skráningum og setur upplýsingar í Námfús.
Stjórnandi viðkomandi stigs upplýsir kennara og tekur þátt í móttöku.
Stjórnandi boðar foreldra og nemanda í skólann þar sem kynnt er:
• stundaskrá og skóladagatal
• dagleg rútína
• matarskráning og nestismál
• fyrirkomulag íþrótta og sundtíma
• stefna skólans (jákvæður agi)
• stoðþjónusta
• Námfús
• heimasíða skólans
• Úlfabyggð, frístundaheimili Dalskóla (1.-4.bekkur)
• kynnisferð um skólann

Ef nemandi þarf á sérúrræði að halda er deildarstjóri stoðþjónustu látinn vita. Hann hefur samband við skólann sem nemandinn er að koma úr að fengnu samþykki foreldra. Einnig hugar hann að því hvort skilafundur sé nauðsynlegur og tímasetur hann. Þá kemur hann upplýsingum til umsjónarkennara og annarra starfsmanna.

Ef eitthvað er athugavert við heilsu nemandans skal umsjónarkennari benda foreldrum á að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing og skal umsjónarkennari fylgjast með því að upplýsingar komist til skila.

Umsjónarkennarar undirbúa komu nemandans og safna saman þeim gögnum sem til þarf, s.s. stundaskrá, hópaskiptingum og öðru sem vert er að vita. Umsjónarkennarar láta bekkjarfulltrúa vita að nýir foreldrar hafi bæst í hópinn.

Stjórnandi viðkomandi stigs ræðir við nemandann og hefur samband heim til hans eftir eina til tvær vikur, ef foreldrar hafa ekki þegar haft samband, til að ræða upplifun af fyrstu skóladögunum.

Sé nemandi á unglingastigi þá mun námsráðgjafi boða nemanda til viðtals fljótlega eftir að nemandi hefur nám við skólann.

Ritari sendir tölvupóst á allt starfsfólk skólans þar sem vakin er athygli á að nýr nemandi muni hefja nám við skólann.

Starfsmenn Dalskóla heimsækja einnig alla nemendur og fjölskyldu þeirra í ágúst þar sem farið er yfir komandi vetur og stundatöflur afhentar.