Hagnýtar upplýsingar

Viðtalstímar kennara

Viðtalstímar kennara eru samkvæmt samkomulagi. Hægt er að koma boðum til kennara í símanúmer skólans og í gegnum farsíma skólastjórnenda og umsjónarmanns. Auk þess eru upplýsingar um netföng starfsmanna á heimasíðu skólans, www.dalskoli.is.  

Skrifstofa Dalskóla

 

Leyfi nemenda frá skólasókn

Ef nemendur á grunnskólaaldri þurfa leyfi í einn dag hafa foreldrar samband við skrifstofu skólans. 

Ef nauðsynlegt er að fá leyfi fyrir barnið í 3 daga eða lengur, þurfa foreldrar að sækja um það skriflega og hafa sérstaklega samráð við skólastjórnendur og umsjónarkennara.  Eyðublöð má finna á heimasíðu skólans, undir skólinn/eyðublöð.

Öll röskun á námi nemandans sem hlýst af umbeðnu leyfi er á ábyrgð foreldra.  Foreldrum er góðfúslega bent á að óæskilegt er fyrir námsárangur nemenda að þeir séu frá skóla nema brýna nauðsyn beri til.

Forfallatilkynningar

Foreldrar eru beðnir að tilkynna forföll barna sinna eins fljótt og mögulegt er í síma 4117860 eða í gegnum Námfús.  Tilkynna þarf veikindi daglega. Fari fjarvistir vegna veikinda fram yfir 10 daga á skólaárinu getur skólinn krafist vottorðs frá lækni.  Hér má sjá yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna og viðmið um hve lengi barnið er heima eftir veikindi.

Forföll starfsfólks

Starfsfólk tilkynnir forföll til stjórnenda skólans. Ef mikil forföll verða í kennarahópi bæði í leikskóla og grunnskóla er í neyðartilvikum haft samband við foreldra og þeir beðnir að taka börn sín heim enda sé ekki unnt að gæta öryggis nemenda né að halda uppi nokkurri kennslu.

Frímínútur – gæsla

Nemendur í grunnskóla fara í frímínútur kl. 9:35-9:55 og einnig um hádegisbilið í 20 mínútur. Börn á leikskólaaldri fara út daglega og yfirleitt tvisvar á dag.

Tryggingar

Allir nemendur og börn skólans eru slysatryggðir en persónulegir munir nemenda eru ekki tryggðir. Það er því nauðsynlegt að brýna fyrir nemendum að skilja ekki verðmæti eftir þar sem ekki er hægt að hafa eftirlit með þeim. Ef nemandi veldur vísvitandi skemmdum á eigum skólans eða þeirra sem þar starfa er hann bótaskyldur.

Reglur skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur um endurgreiðslur vegna slysa og tjóna er nemendur verða fyrir á skólatíma eru svohljóðandi:

Skóla- og frístundasvið greiðir reikning vegna komu nemenda á slysadeild vegna meiðsla sem orðið hafa í skóla eða á skólalóð á skólatíma og í ferðum/ferðalögum á vegum skólans. Reikningar vegna stoðtækja eru ekki greiddir. Kostnaður vegna flutnings nemenda milli skóla og slysadeildar er greiddur.

Tjón á eigum nemenda s.s. fatnaði, gleraugum o.þ.h. er ekki bætt nema það verði rakið til mistaka eða sakar starfsmanns borgarinnar sem við skólann starfar eða vegna vanbúnaðar skólahúsnæðis.

Tannviðgerðir á nemendum tilkomnar vegna slysa í skóla eða á skólalóð á skólatíma eru endurgreiddar að hluta af Tryggingastofnun ríkisins. Það sem eftir er greiðir borgarsjóður, að ákveðinni upphæð, vegna einstaks slyss.

Óskilamunir

Athugið að merkja föt, stígvél og skó barnanna. Óskilamunum er haldið til haga um nokkurn tíma og gefið til Rauða Krossins að vori ef enginn hefur sinnt því að hirða þá.

Aðgengi að Námfúsi

Námfús er upplýsingakerfi fyrir grunnskóla sem heldur utan um nemendaskrá og starfsmannahald. Skólinn hóf haustið 2013 að nýta Námfús til innri starfa. Kennarar og skólastjórnendur skrá nauðsynlegar upplýsingar í kerfið. Hver kennari og skólastjórnandi fer inn í kerfið á eigin lykilorði. Kennarar hafa eingöngu aðgang að sínum nemendum en skólastjórnendur hafa aðgang að öllum nemendum. Margvísleg trúnaðargögn eru í kerfinu, svo sem einkunnir, skólasókn og upplýsingar um sérstöðu einstakra nemenda. Þess vegna gilda trúnaðarreglur um aðgengi og notkun þessara upplýsinga. Í kerfinu eru upplýsingar sem gott er fyrir foreldra að hafa aðgang að. Forráðamenn hafa einungis aðgang að upplýsingum um barn sitt.

Eitt aðal markmið Námfúss er að stuðla að aukinni samvinnu heimila og skóla.

Þegar börn hefja skólagöngu fá foreldrar/forráðamenn þeirra sent aðgangsorð í tölvupósti.

Mötuneyti og nesti

Matur

Yngstu börnin í leikskólanum borða á sínum heimasvæðum. Nemendur frá 3 ½ árs aldri borða kl. 11:30 í matsal og 9.-10. bekkur borðar kl. 12:25. 1.-3. bekkur borðar hádegismat i stofunum sínum og 4.-8. bekkur borðar hádegismat í matsalnum í Hlíð.  Nemendur eiga kost á að kaupa mat í áskrift, sem greitt er fyrir mánaðarlega.  Gjaldið er innheimt fyrirfram mánuð í senn með greiðsluseðli eða í gegnum greiðslukort.  Skráningar í mat fara í gegnum rafræna Reykjavík. Tilkynna þarf um breytingar á áskrift fyrir 20. hvers mánaðar á rafrænni Reykjavík eða til ritara skólans.

Matseðill er birtur á heimasíðu skólans fyrir hverja viku.

Mjólk og vatn

Allir nemendur Dalskóla fá mjólkina þeim að kostnaðarlausu, aðgangur að mjólk er í tengslum við matseðil skólans. Við viljum hvetja nemendur til þess að drekka mjólk. Skyrdrykkir eru reglulega framreiddir í síðdegishressingu.

Morgunmatur

Nemendur borða margir morgunmat á heimavelli en jafnframt geta börnin í grunnskólanum fengið morgunmat í skólanum sér að kostnaðarlausu. Þetta er tilraun sem orkar tvímælis þar sem leikskólabörn borga fyrir sinn morgunmat. Ástæða tilraunarinnar er að það þekkist að börn í öðrum skólum koma svöng í skólann og ástand þjóðfélagsins kallar á að alir fari mettir inn í daginn. Tilraunin verður metin að vori út frá rekstrarlegu og manneldislegu sjónarmiði því sparað er annars staðar í innkaupum á móti.

Morgunhressing – ávaxtastund

Börn í 1.-7. bekk eiga kost á að fá ávexti að morgni gegn gjaldi.

Nemendur í eldri bekkjum mega koma með nesti annað en ávexti, þó ekki sykraða mjólkurdrykki, ávaxtadrykki eða sykraða matvöru. Þau mega koma með hreint ávaxta“boozt“. Hér drekka þau vatn.

Rýmingaráætlun Dalskóla

Verið er að vinna rýmingaráætlun í samvinnu við umsjónarmann en hann ber ábyrgð á að fylgja þessum málum úr höfn.

Ef brunaviðvörunarkerfið fer í gang skal unnið eftir eftirfarandi rýmingaráætlun:

 1. Skólastjóri og umsjónarmaður fara að stjórntöflu brunaviðvörunarkerfis og kanna hvaðan brunaboðið kemur.
 2. Kennarar undirbúa rýmingu kennslustofunnar og fara eftir ákveðnum leiðbeiningum sem munu verða að finna í öllumTeikningar af útgönguleiðum eru á göngum skólans.  Nemendur yfirgefa ekki kennslustofur fyrr en kennari hefur kannað hvort útgönguleiðin sé greið.  Hver kennari er ábyrgur fyrir þeim bekk/hóp sem hann er að kenna þegar hættuástand skapast og þegar stofan er yfirgefin þarf hann að muna eftir nafnalistanum.  Ætíð skal velja þann neyðarútgang sem er næstur.
 3. Skólastjórnandi eða umsjónarmaður hafa samband við slökkviliðið í síma 112, tilkynna um eld eða gefa skýringar á brunaboðEf um falsboð er að ræða er slökkt á brunavælum sem gefur til kynna að hættuástand sé liðið hjá.
 4. Þegar komið er út á söfnunarsvæðin er mjög mikilvægt að nemendur standi í röð hjá sínum kennara sem fer yfir nafnalistann og kannar hvort allir séu komnir út. Kennarinn kemur síðan upplýsingum um stöðuna til umsjónarmanna söfnunarsvæðis sem eru aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri, með  því að rétta upp grænt spjald ef allir eru mættir en rautt spjald ef einhvern vantar í hópinn. Ritari fer yfir starfsmannalista og lætur umsjónarmenn einnig vita hvort allir starfsmenn séu komnir út.
 5. Umsjónarmenn söfnunarsvæða þ.e. aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri koma upplýsingum um stöðuna til skólastjórnanda eða umsjónarmanns.
 6. Slökkviliðið kemur á staðinn. Skólastjórnandi/umsjónarmaður gefur varðstjóra upplýsingar um stöðuna.

Viðbrögð við eldsvoða

Leiðbeiningar fyrir nemendur og kennara

 1. Þegar brunaviðvörunarkerfið fer í gang fara nemendur strax í röð í stofunni.
 2. Kennari athugar hvort leiðin út sé greið.
 3. Nemendur fara ekki í skó en grípa með sér yfirhafnir. Í boxi þar sem nafnalistar eru geymdir eru plasthlífar fyrir fætur svo nemendur blotni ekki sé blautt úti eða snjór.
 4. Nemendur ganga í röð á eftir kennara sínum út á söfnunarsvæðið.  Bannað er að hlaupa og vera með óþarfa hávaðKennari þarf að muna eftir nafnalista. Nafnalistar eru staðsettir við útgöngurdyr hverrar kennslustofu.
 5. Þegar nemendur eru komnir út á söfnunarsvæðið mynda þeir röð hjá kennara sínum sem fer yfir nafnalistann og aðgætir hvort allir nemendur hafi komið út.
 6. Kennari tilkynnir stöðuna til umsjónarmanns söfnunarsvæðis.
 7. Ef um falsboð er að ræða er mjög mikilvægt að kennari noti tækifærið og ræði við nemendur um mikilvægi brunavarna og fari vel yfir rýmingaráætlunina með nemendum sínum.

Frístundastarf í Dalskóla - Úlfabyggð

Frístundastarfið í Dalskóla er kallað Úlfabyggð og er fyrir nemendur í 1. –  4. bekk. Tekið er á móti börnunum eftir að skóladegi lýkur og fram til 17:00.

Skráning fer fram á Rafrænni Reykjavík www.reykjavik.is.

Dalskóli sér um rekstur frístundar skólans í samvinnu við skóla- og frístundasvið. Ragnheiður Erna Kjartansdóttir, forstöðumaður, hefur yfirumsjón með frístundastarfi skólans.

Hluti frístundastarfs fer fram inn á stundatöflu grunnskólastarfs allt að 5 kennslustundum. Markmiðið með þessu er að brjóta upp grunnskólastarfið, vinna með félagsumhverfi barnanna, lýðræði, áhugasvið, félagsleg samskipti í gegnum leik og hópastarf. Mikil áhersla er lögð á félagsanda, samvinnu og gleði. Starfshættir Úlfabyggðar eru sömu starfshættir og eru í frístundaheimilum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, leikskólahluta skólans og grunnskólahluta skólans. Grænar áherslur, menningaráherslur, jákvæður agi og trú á einstaklingnum í samvinnumiðuðu umhverfi eru þættir sem Úlfabyggð vinnur með.

10-12 ára starf Úlfabyggðar

Í Dalskóla er rekið frístundastarf fyrir 10-12 ára börn einu sinni í viku. Börnin koma mikið að skipulagningu þessa starfs í samvinnu við frístundastarfmenn. Starfsmenn munu í samvinnu við börnin tengjast starfsemi Stjörnulands og annarra frístundaklúbba eftir áhuga og atvikum.

Félagsmiðstöð í Dalskóla

Ekki er komin eiginleg félagsmiðstöð í Dalskóla.  Börn í 8.-10. bekk sækja félagsmiðstöðina Fókus í Grafarholti.

Prenta | Netfang