Mötuneyti

Matur

Yngstu börnin í Dalskóla borða á sínum heimasvæðum. Nemendur frá 3 ½ árs aldri borða kl. 11:30 í matsal. Börn á grunnskólaaldri borðar hádegismat í Hlíð.  1.-3. bekkur borðar klukkan 11:40, 4.-6. bekkur kemur svo klukkn 12:05 og 7.-10. bekkur borðar klukkkan 12:20.  Nemendur í grunnskólahluta eiga kost á að kaupa mat í áskrift, sem greitt er fyrir mánaðarlega.  Gjaldið er innheimt fyrirfram mánuð í senn með greiðsluseðli eða í gegnum greiðslukort.  Tilkynna þarf um breytingar á áskrift fyrir 20. hvers mánaðar með því að hringja eða senda póst á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Matseðill er birtur á heimasíðu skólans fyrir hverja viku.

Hér má finna ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri, Útgefið af Embætti landlæknis árið 2017.
Í þessu skjali má finna næringagildi helstu matvæla, sem boðið er uppá í Dalskóla.

Morgunmatur

Nemendur borða margir morgunmat á heimavelli en jafnframt geta börnin í grunnskólanum fengið morgunmat í skólanum sér að kostnaðarlausu. Þetta er tilraun sem orkar tvímælis þar sem leikskólabörn borga fyrir sinn morgunmat. Ástæða tilraunarinnar er að það þekkist að börn í öðrum skólum koma svöng í skólann og ástand þjóðfélagsins kallar á að alir fari mettir inn í daginn. Tilraunin verður metin að vori út frá rekstrarlegu og manneldislegu sjónarmiði því sparað er annars staðar í innkaupum á móti.

Morgunhressing – ávaxtastund

Grunnskólabörn frá 1. - 6. bekk eiga kost á að fá ávexti að morgni gegn gjaldi.

Prenta | Netfang