Skólaráð
Almennar upplýsingar
Samkvæmt nýjum grunnskólalögum skal starfa skólaráð við hvern grunnskóla sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Sjá nánar gr.8 í lögum um grunnskóla um skólaráð. Starfsáætlun Dalskóla er lögð fyrir skólaráð sem og aðrar áætlanir um skólastarfið.
Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra.
Foreldrafulltrúar voru kosnir á fundi foreldrafélags Dalskóla í september 2010 til tveggja ára.
Fundargerðir skólaráðs
2020-2021
2019-2020
2018-2019
8. október 2018
Fréttir úr starfi
Skólasetning skólaársins 2022-2023 verður í hátíðarsalnum okkar (Miðgarði) þann 22. ágúst. Þann dag er starfsdagur í Úlfabyggð. Tímasetningar verða sem hér segir: kl. 09:00 – 2.-4. bekkur…
Nánar