Í tengslum við skólasókn nemenda og sem viðbót við skólasóknarkerfi grunnskólanna í Grafarholti þarf stundum að skoða tilkynnt forföll nánar.  Þessi viðbót skólasóknarkerfisins vegna leyis og/eða veikinda er leið til þess að grípa betur inn í hugsanlegan skólasóknarvanda.

Þegar nemandi er tilkynntur veikur eða í leyfi þarf ávallt að skoða forfallasögu  hans í skólanum.  Ef ferillinn er virkjaður er hann í gildi út skólaárið, bæði með tilliti til leyfis og veikinda.  Skólinn getur óskað eftir vottorði sé nemandi veikur meira en einn dag.

Greining er gerð á forföllum allra nemenda á tveggja vikna fresti.  Miðað er við forföll önnur en langtímaveikindi, s.s. vegna slysa, samfelldra leyfa eða veikinda sem staðfest eru með vottorði læknis.

Viðbrögð vegna nánari skoðunar á skólasókn nemenda eru í eftirfarandi þrepum.skolasoknarkerfi

 

Prenta | Netfang