Stoðþjónusta

 

Í Dalskóla er unnið eftir hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar sbr. stefnu fræðsluyfirvalda í Reykjavík, grunnskólalög, leikskólalög og Aðalnámskrá grunnskóla og leikskóla. Leiðir að því markmiði felast m.a. í einstaklings- / hópamiðuðu námi, sveigjanlegum kennsluháttum, blönduðum námshópum, samstarfi kennara, fjölbreyttum og sveigjanlegum sérúrræðum og markvissum stuðningi við kennara og starfsmenn.

 

Stefnt er að því að mæta hverjum nemenda út frá hans eigin forsendum. Við skólann starfar sérkennslustjóri fyrir börn á leikskólaaldri, tveir sérkennarar fyrir grunnskólabörnin ( annar styður við einhverfa nemendur og nemendur í hegðunarerfiðleikum í 1.-6. bekk og hinn sér um námsaðstoð ).  Þroskaþjálfi starfar frá hausti 2014 með grunnskólabörnum á unglingastigi og þá með séráherslu á einhverfa og börn í hegðunarerfiðleikum. Náms- og starfsráðgjafi tók til starfa janúar 2017 og sinnir ýmis konar stoðþjónustu og kennslu. Í grunnskólahluta skólans starfa stuðningsfulltrúar sem hafa það hlutverk að aðstoða einstaka nemendur og nemendahópa við dagleg störf og nám.   Í frístundahluta skólans starfa frístundaleiðbeinendur með umsjón á einstaka börnum í samhljómi  við stuðningsúthlutanir skóla- og frístundasviðs. Skólionn starfar með Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts.

 

 

Það er stefna Dalskóla að reyna eftir fremsta megni að hafa íhlutun inni á deildum eða í bekkjum fremur en að fara með börn í sérkennsluver, staðsetning kennslunnar er miðuð við þarfir barnsins og vegur félagslegi þátturinn þar þungt. Það er stefna Dalskóla að það er alltaf deildarstjóri hverrar deildar og umsjónarkennari hvers námshóps sem ber ábyrgð á námsframvindu barnsins.

 

Við leggjum áherslu á snemmtæka íhlutun og að ná góðu samstarfi við foreldra með reglulegum teymisfundum.

 

Hlutverk sérkennslustjóra fyrir börn á leikskólaaldri er að vera starfsmönnum og foreldrum ráðgefandi um kennslu. Sérkennslustjóri aðstoðar við gerð einstaklingsáætlana og er tengiliður við utanaðkomandi sérfræðinga. Auk þess greinir hann endurmenntunarþörf starfsmanna svo þeir geti sinnt öllum börnum miðað við þarfir þeirra.

 

Hlutverk sérkennara er að skima og greina hvar barnið á í erfiðleikum með nám, styðja starfsmenn, foreldra og umsjónarkennara til þess að ná náms- og þroskamarkmiðum. Þessi stuðningur getur falist í beinni kennslu, þjálfun, aðstoða við gerð námsskráa, félagsmótun eftir þörfum barnsins og hópsins. Sérkennari hefur einnig frumkvæði að samstarfi við sérfræðinga utan skólans.

 

Hlutverk stuðningsfulltrúa í grunnskólahluta skólans og frístundahluta skólans er að styðja kennara og börn í að ná þeim árangri sem að er stefnt.

 

Hlutverk þroskaþjálfa er að skima og greina hvar barnið skortir hæfni og á því í erfiðleikum af ýmsum toga. Hann starfar með foreldrum og starfsmönnum að bótum sem geta falist í beinni þjálfun, aðlögun námsaðstæðna eða námsgagna. Þroskaþjálfi kemur að ýmsu er varðar atferlismótun og stuðning við börn sem þurfa að þjálfa upp mismunandi hæfni. Þroskaþjálfi heldur Art námskeið, vinnur með félagsmótun og aðrar aðferðir sem til hjálpar geta komið. Þroskaþjálfi hefur einnig frumkvæði að samskiptum og samstarfi við sérfræðinga utan skólans. Þroskaþjálfi heldur í samvinnu við sérkennara utan um starf stuðningsfulltrúa.

Sérkennslustefna

Stoðteymi

Nemendur með annað móðurmál en íslensku

Talkennsla

Náms- og starfsráðgjöf

Sérúrræði

Námsver

Heildaráætlun um stuðning í námi og kennslu

Heilsugæsla

Áfallaáætlun

Slysaáætlun

Viðbragðsáætlun almannavarna

Áætlun vegna náttúruhamfara, umhverfisóhappa, hópslysa og hryðjuverka

Prenta | Netfang