Skip to content

Velkomin á heimasíðu

Dalskóla

Grunnhugmynd um um starfið í skólanum er að þar líði öllum vel, að börnin fái að dafna, nema og blómstra. Í skólanum er lögð rækt við sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skapandi starf. Dalskóli er án aðgreiningar og öll börn þangað velkomin óháð andlegu og líkamlegu atgervi, menningu og trú.

Dalskóli hóf starfsemi haustið 2010 og var vígður þann 2. október. Hann stendur við Úlfarsbraut 118-120 í Úlfarsárdal.  Skólinn byrjaði undir einu þaki og með einn skólastjóra sem ber ábyrgð á starfi leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi. Fyrsta haustið voru nemendur 51 á leikskólaaldri og 32 á grunnskólaaldri.  Skólinn er í nýjasta hverfi Reykjavíkur sem er í uppbyggingu og nýjar skólabyggingar voru hannaðar skólaárið 2014-2016. Þær byggingar taka mið af niðurstöðum forvinnu starfshóps sem hafði það hlutverk að leggja línurnar um markmið skólans, innra starf hans og útfærslu þeirrar byggingar sem þjóna best skólanum.

Húsnæði skólans

Dalskólabyggingin (Dalurinn) telur 925 fermetra og er á tveimur hæðum. Í henni eru sex almennar kennslu- og leikstofur sem allar snúa í hásuður og með stórum opnanlegum gluggum og hurðum. Á efri hæð er gengið út á svalir en á þeirri neðri út á hellulagða verönd.  Í byggingunni er eitt minna kennslurými og fjölnota matsalur með fallegu útsýni til austurs. Í Dalskólabyggingunni er gott eldhús og stjórnunarálma og þar er vinnuaðstaða utan kennslunnar fyrir starfsmenn skólans. Dalskóli nýtir jafnframt 24 lausar kennslustofur. Þær eru staðsettar fyrir austan Dalskólabygginguna. Dalskólabyggingin upprunalega kallast DALURINN í daglegu tali.

Ekki er íþróttahús við skólann en nemendur á grunnskólaaldri fara í rútum í Fylkishöll tvisvar í viku, á vorin og haustin eru útiíþróttir í og við Fylkisvöll eða við skólann. Sundkennsla fer fram í Árbæjarlaug. Kennsla nemenda í 1. – 4. bekk fer fram í innilauginni en nemendur í 5.-8. bekk eru í útilauginni.

Börn á leikskólaaldri fara í íþróttir í sal skólans eða utandyra. Elstu börnum leikskólahlutans stendur til boða að fara á leikskólatíma í Fótboltaskóla Fram.

Nýja skólabyggingin DALSKÓLI  - með leikskólaálmu sem kallast MÓI hefur 12 tveggja – hliðstæðu kennslurými – eitt fyrir hvern árgang. Hverju árgangarými fylgja útrými sem kallast ýmist gjótur eða hof eftir staðsetningu. Í þeim hluta byggingarinnar sem tekin var í notkun haustið 2019 eru einnig nokkur stoðrými (hjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi, stoðteymi fundaraðstaða), frístundarými fyriri Úlfabyggð. starfsmannavinnuherbergi auk kaffistofu, list- og verkgreinarými. Á komandi misserum mun bætast við húsnæðið aðstaða fyrir samkomur, félagsaðstaða unglinga, tónlitarkennsluaðstaða, bókasafn, mötuneyti ofl.

Rekstur skólans fellur undir Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Skólinn starfar samkvæmt fjárhagsáætlun Skóla- og frístundasviðs. Fjármagn til skólans er áætlað í fyrsta lagi út frá leikskólastarfi: fjöldi barna og starfsmanna- og rekstrarþörf, í öðru lagi út frá úthlutunarlíkani grunnskóla og í þriðja lagi út frá reikniverki frístunda. Fram að þessu hefur verið rekið eitt eldhús fyrir allar einingarnar og matast er í tveimur matsölum.

Öll innritun í leikskólahluta skólans fer fram á Skóla- og frístundasviði og þar er haldið utan um biðlista og innritun auk þess sem þar er veitt ýmis þjónusta til skólans s.s. leikskólaráðgjafar, mannauðsráðgjafar og endurmenntun ýmis konar. Reykjavík er eitt leikskólasvæði og hafa foreldrar val um hvar þeir vilja að barn sitt sæki leikskóla, hverfisskólar hafa ekki forgang þar um.

Innritun grunnskólabarna fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík. Í Reykjavík hafa foreldrar frjálst skólaval en börn sem búa í hverfinu hafa forgang. Skólinn getur hafnað grunnskólabarni utan hverfis skólaaðgangi ef bekkjardeildir er of stórar eða aðrar gildar ástæður liggja til grundvallar neitun um skólavist.

Sótt er um vistun í vetrarfrístund Úlfabyggðar - frístundaheimili Dalskóls í gegnum Völu frístund.

Skráð er í sumarfrístund Úlfabyggðar í gegnum Völu frístund.

Skólinn og foreldrar sækja þjónustu til Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts að Bæjarhálsi 1. Foreldrar geta sótt upplýsingar um þjónnustu milliliðalaust, en umsóknir/tilvísandi fara í gegnum nemendaverndarráð með samþykki og aðkomu foreldra.

Stjórnendur skólans

Skólastjóri er Helena Katrín Hjaltadóttir Netfang: Helena.Katrin.Hjaltadottir@rvkskolar.is

Aðstoðarskólastjóri (grunnskólahluti) er  Auður Valdimarsdóttir Netfang: audur.valdimarsdottir@rvkskolar.is

Aðstoðarskólastjóri (leikskólahluti) er Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir Netfang: sigrun.asta.gunnlaugsdottir@rvkskolar.is

Aðstoðarleikskólastjóri er Vilborg Jóna Hilmarsdóttir Netfang: vilborg.jona.hilmarsdottir@rvkskolar.is

Aðstoðarleikskólastgjóri er Sólveig Þórarinsdóttir Netfang: solveig.thorarinsdottir@rvkskolar.is

Forstöðumaður frístundar er Ragnheiður Erna Kjartansdóttir Netfang: ragnheidur.erna.kjartansdottir@rvkskolar.is

Aðstoðar forstöðumaður frístundar er Sigurborg Sif Sighvatsdóttir Netfang: sigurborg.sif.sighvatsdottir@rvkskolar.is

Deildarstjóri sérkennslu (grunnskólahluti) er Guðný Guðlaugsdóttir Netfang: gudny.gudlaugsdottir@rvkskolar.is

Deildarstjóri efsta stigs er Sigríður Schram Netfang: sigridur.schram@rvkskolar.is

Deildarstjóri sérkennslu (leikskólahluti) er 

Skrifstofustóri: Linda Viðarsdóttir Netfang: linda.vidarsdottir@rvkskolar.is

Umsjónarmaður fasteignar: Skapti Jóhann Haraldsson Netfang: skapti.johann.haraldsson@rvkskolar.is