Umhverfisstefna Dalskóla

Dalskóli flaggaði Grænfánanum í fyrsta sinn vorið 2012. Grænfáninn er viðurkenning fyrir skóla sem standa sig vel í umhverfismálum og sjálfbærri þróun og hafa skýra umhverfisstefnu. Í skólanum er unnið að því að auka þekkingu og virðingu nemenda fyrir umhverfinu og skapa jákvætt viðhorf nemenda og starfsmanna til umhverfismála. Umhverfisfræðsla og útikennsla eru samofin í framkvæmd.

Markmið með umhverfisfræðslu nemenda og barna eru:

•        að þekkja og virða nánasta umhverfi sitt

•        að hvetja til sparnaðar og endurnýtingar eftir því sem kostur er

•        að vekja athygli og áhuga á umhverfinu og náttúrunni

•        að efla ábyrgð gagnvart umhverfinu og hvetja þá til að vernda náttúruna

●        að rækta blóm, tré og grænmeti

Markmið með útikennslu eru að börn og nemendur:

 • Læri að nýta fjölbreytt umhverfi skólans til að auðga kennsluna og tengja hana samfélagi og náttúru.
 • að kynnast vel nánasta umhverfi  og láti sér annt um það.
 • að efla virðingu fyrir náttúrunni og umhverfi sínu.
 • að leggja áherslu á útiveru og stuðla þannig að jákvæðri sjálfsmynd þeirra.   
 • Að geta nýtt sér mátt sinn og megin í öllum veðrum og stuðla þannig að hreysti og þoli. 
 • Að kynnast höfuðborginni og helstu menningarverðmætum hennar.

Meðal fastra verkefna allra nemenda, barna og kennara skólans eru: Að flokka úrgang, jarðgera lífrænan úrgang, setja niður grænmeti á vorin, taka upp grænmeti á haustin, endurnýta efni eins og hægt er.

Skóli sem flaggar Grænfánanum þarf að hafa góða umhverfisfræðslu. Hann þarf að setja sér skýr markmið sem þarf að uppfylla. Við skólann er starfandi umhverfisráð þar sem fulltrúar nemenda, barna, foreldra, kennara og annars starfsfólks eru þátttakendur. Umhverfisráðið skipuleggur og stýrir þeim verkefnum sem sett eru fyrir hvert skólaár.

Umhverfismarkmið fyrir skólaárin 2010-2012:

 • -          Útgáfa græns fréttablaðs á netinu (fræðsla og miðlun)
 • -          Fræðsla um endurnýtingu og flokkun
 • -          Taka svæði í fóstur í samvinnu við Reykjavíkurborg
 • -          Setja upp matjurtargarð
 • -          Þátttakendur í hreinsunardegi í hverfinu

Umhverfismarkmið fyrir skólaárin 2012-2014:

 • -          Útgáfa grænna frétta sem eldri börnin gefa út, t.d. á rafrænu formi
 • -          Heimsókn 3.-4. bekkjar í Sorpu
 • -          Unnið áfram með grenndarsvæði
 • -          Hugmyndasamkeppni barnanna að umhverfismerki skólans

Dalskóli legur áherslu á að:

 • nota ekki einnota drykkjarumbúðir í skólanum og drekka þess í stað vatn og mjólk í margnota glösum.
 • Nýta vel allan pappír t.d. nota báðar hliðar á blöðum. Prenta einungis það sem er nauðsynlegt og stilla ljósritun í hóf.
 • Gefa hlutum nýtt líf. Hugsa áður en við hendum. Væri hægt að nota þennan hlut einhversstaðar?
 • Að draga úr notkun einnota umbúða, s.s. plastfilmu, plastdósa, álpappírs og plastpoka.
 • Að halda umhverfi skólans hreinlegu og án rusls.
 • Að spara rafmagn og nota umhverfisvæn hreinsiefni.
 • Að slökkva ljós þegar herbergi eru yfirgefin
 • Að láta hurðir ekki standa upp á gátt í köldum veðrum

 

Í skólanum starfar umhverfis- og grænfánanefnd. Hún hefur það hlutverk að vera leiðandi afl í umhverfismálum skólans. Nefndina skipa fulltrúar nemenda, kennara, stjórnenda, almenns starfsfólks og foreldra við skólann. Í nefndinni sitja:

Guðbjörg Gissurardóttir, fulltrúi foreldra

Gunnar Björn Melsted, fulltrúi kennara

Jörgen Bend Pedersen, fulltrúi starfsfólks

Kári Garðarsson, fulltrúi stjórnenda

Lárey Valbjörnsdóttir, fulltrúi leikskóla

Steinunn Haraldsdóttir, fulltrúi foreldra

Þröstur Þór Sigurðsson, fulltrúi frístundar

Anna Soffía Ólafsdóttir, fulltrúi nemenda

Egill Otti Vilhjálmsson, fulltrúi nemenda

Erla María Theodórsdóttir, fulltrúi nemenda

Hafsteinn Esjar Stefánsson, fulltrúi nemenda

Pétur Guðmundsson, fulltrúi nemenda

Ronja Rán Jóhannsdóttir, fulltrúi nemenda

Sara Lind Þorkelsdóttir, fulltrúi nemenda

Þorkell Máni Erlingsson, fulltrúi nemenda

Fundargerðir umhverfis- og grænfánanefndar fyrir skólaárið 2010-2011 má finna hér að neðan:

21. janúar 2011

3. mars 2011

11. mars 2011

Fundargerðir umhverfis- og grænfánanefndar fyrir skólaárið 2011-2012 má finna hér að neðan:

4. nóvember 2011

23. mars 2012

22. maí 2012

Fundargerðir umhverfis- og grænfánanefndar fyrir skólaárið 2012-2013 má finna hér að neðan:

26. nóvember 2012

4. febrúar 2013

Annað efni

Greinargerð með umsókn um grænfánann

Ábendingar og svör við greinargerð

Lokaendurgjöf eftir úttekt í mars 2012

Prenta | Netfang