Skip to content

Heilsugæsla

Heilsugæslan í Árbæ sinnir heilsugæslu í Dalskóla.

Eva Ösp Bergþórsdóttir og Sigríður Guðrún Elíasdóttir  ( á föstudögum) eru hjúkrunarfræðingar í Dalskóla með viðverutíma í grunnskólahluta:

 

mánudaga             8:00 – 12:00

þriðjudaga            8:00 – 12:00

miðvikudaga         engin viðvera

fimmtudaga          8:00 – 12:00

föstudaga             8:00 - 12:00

 

Netfang Evu:  dalskoli [hja]  heilsugaeslan.is

Skólahjúkrunarfræðingur starfar eftir leiðbeiningum landlæknis varðandi bólusetningar, skimanir og fræðslu.

Heilsuvernd barna á leikskólaaldri fer fram á Heilsugæslustöðinni, en með leyfi foreldra fer fram upplýsingagjöf milli skóla og heilsugæslu.

Lyfjagjafir

Samkvæmt tilmælum landlæknis um lyfjagjafir í grunnskólum eru sérstakar vinnureglur varðandi lyfjagjafir til nemenda á skólatíma.

Lús

Lúsin skýtur upp kollinum nokkuð reglulega yfir skólaárið í Dalskóla eins og öðrum skólum. Mjög mikilvægt er að ALLIR foreldrar fylgi leiðbeiningum skólans og heilsugæslunnar þegar þess er óskað. Mikilvægt er að foreldrar venji sig á að kemba hár barna sinna reglulega yfir veturinn hvort sem grunur sé uppi um lúsasmit eða ekki.  Endilega tilkynnið á skrifstofu skólans eða til umsjónakennara, ef þið verðið vör við lúsasmit.  Á heimasíðu Embættis landlæknis er að finna góðar leiðbeiningar um lýs og lúsasmit.

Njálgur

Njálgur hefur, eins og lúsin, verið lífseig í skólum.  Eins og með lúsina, er mjög mikilvægt að foreldrar fylgi leiðbeiningum skólans og heilsugæslunnar þegar þess er óskað.  Á heimasíðu Embættis landlæknis er að finna góðar leiðbeiningar um njálg og smit.